Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 70
Tímarit Máls og menningar
lífsstíl hennar, hún sleikir borðhnífinn, burstar ekki tennurnar, það er varla
hægt að kyssa hana, hún er ljót o.s.frv. Hins vegar er fyrirlitning hans á
kapítalismanum engu minni þó að hann komist svo að orði í hugarvíli að
byltingarsinnar séu oft dómharðir um efnafólkið. Meðan á ævintýrinu með
Sölku stendur staldrar fuglinn Arnaldur stundarkorn við á jörðinni; en hann
flögrar burtu fyrr en varir. Þetta má bera saman við höfund sögunnar, sem bauð
þjóð sinni dús í kvæðinu Hallormsstaðaskógur (Perlur 1930:3—4). Stéttarstaða
skáldsins og kynni af erlendri menningu stóðu milli hans og íslenskrar alþýðu.
Gesturinn sem tjaldar í landi Sumarhúsa í Sjálfstceðu fólki var ltka framandlegur
gestur utan úr heimi, sem vildi kynnast þjóðinni í þeim tilgangi að koma henni
til manns. En hann gerði stuttan stans eins og fuglinn sem tyllir sér í fjörunni
andartak.
Annað táknmyndakerfi 1 textanum er hið trúarlega, sem í skemmstu máli er
þannig að Sölku má setja í spor guðsmóðurinnar er Arnald í spor Krists. Kristur
er frelsari mannanna á jörðinni, en sjálfur er hann af öðrum heimi og dvelur
skamma hríð í þessum. Vissar aðrar persónur textans eru reyndar skyldar
Andkristi, en ég fer ekki frekar út í þá sálma hér.
Hugmyndafrœðileg próun
Eg hef nú rætt dálítið um breytingar .þær sem verða á Arnaldi í Fuglinum í
fjörunni. Um það leyti er Halldór skrifaði þessa sögu voru hugmyndir hans í
ríkum mæli að mótast. Jónas frá Hriflu var í fyrstu talinn bolsi og hættulegur
sem slíkur, rétt eins og Kristófer Torfdal. Vinstrimenn fögnuðu framsóknar-
stjórninni árið 1927 og Alþýðuflokknum varð nokkuð ágengt með baráttumál
sín í fyrstu. í Alpýðubókinni er samvinnuhreyfingin litin jákvæðum augum, en
efasemdir um ágæti hennar vaxa eftir því sem líður á frásögnina í Sölku Völku;
hápunktur þessarar þróunar er svo í Sjálfstceðu fólki þar sem skáldið ekki aðeins
sér að kaupfélögin eru engin allsherjarlausn heldur ræðst beinlínis gegn þeim.
Annað eftirtektarvert atriði í sambandi við þróun Halldórs er stétt söguhetja
hans. í æskuverkinu Bam náttúrunnar cr aðalpersónan Randver af háum stigum
og sú elskaða, Hulda, dóttir ríks bónda. í Vefaranum miklafrá Kasmírcr Steinn
Elliði af hástétt, snýr að vísu baki við fjölskyldu sinni; elskan hans, Diljá, elst
sömuleiðis upp hjá ríkisfólki en hún er vel að merkja ekki einhlítt hástéttarbarn
fremur en Steinn því hún er af fátæku foreldri. Sú skoðun á sjálfsagt við rök að
styðjast að skáldið hafi samsamað sig söguhetjunum, gáfuðum og sigldum, og
sú tilgáta skiptir miklu máli í Sólku Vólku. Amaldur tengist hástéttinni ýmsum
60