Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 70
Tímarit Máls og menningar lífsstíl hennar, hún sleikir borðhnífinn, burstar ekki tennurnar, það er varla hægt að kyssa hana, hún er ljót o.s.frv. Hins vegar er fyrirlitning hans á kapítalismanum engu minni þó að hann komist svo að orði í hugarvíli að byltingarsinnar séu oft dómharðir um efnafólkið. Meðan á ævintýrinu með Sölku stendur staldrar fuglinn Arnaldur stundarkorn við á jörðinni; en hann flögrar burtu fyrr en varir. Þetta má bera saman við höfund sögunnar, sem bauð þjóð sinni dús í kvæðinu Hallormsstaðaskógur (Perlur 1930:3—4). Stéttarstaða skáldsins og kynni af erlendri menningu stóðu milli hans og íslenskrar alþýðu. Gesturinn sem tjaldar í landi Sumarhúsa í Sjálfstceðu fólki var ltka framandlegur gestur utan úr heimi, sem vildi kynnast þjóðinni í þeim tilgangi að koma henni til manns. En hann gerði stuttan stans eins og fuglinn sem tyllir sér í fjörunni andartak. Annað táknmyndakerfi 1 textanum er hið trúarlega, sem í skemmstu máli er þannig að Sölku má setja í spor guðsmóðurinnar er Arnald í spor Krists. Kristur er frelsari mannanna á jörðinni, en sjálfur er hann af öðrum heimi og dvelur skamma hríð í þessum. Vissar aðrar persónur textans eru reyndar skyldar Andkristi, en ég fer ekki frekar út í þá sálma hér. Hugmyndafrœðileg próun Eg hef nú rætt dálítið um breytingar .þær sem verða á Arnaldi í Fuglinum í fjörunni. Um það leyti er Halldór skrifaði þessa sögu voru hugmyndir hans í ríkum mæli að mótast. Jónas frá Hriflu var í fyrstu talinn bolsi og hættulegur sem slíkur, rétt eins og Kristófer Torfdal. Vinstrimenn fögnuðu framsóknar- stjórninni árið 1927 og Alþýðuflokknum varð nokkuð ágengt með baráttumál sín í fyrstu. í Alpýðubókinni er samvinnuhreyfingin litin jákvæðum augum, en efasemdir um ágæti hennar vaxa eftir því sem líður á frásögnina í Sölku Völku; hápunktur þessarar þróunar er svo í Sjálfstceðu fólki þar sem skáldið ekki aðeins sér að kaupfélögin eru engin allsherjarlausn heldur ræðst beinlínis gegn þeim. Annað eftirtektarvert atriði í sambandi við þróun Halldórs er stétt söguhetja hans. í æskuverkinu Bam náttúrunnar cr aðalpersónan Randver af háum stigum og sú elskaða, Hulda, dóttir ríks bónda. í Vefaranum miklafrá Kasmírcr Steinn Elliði af hástétt, snýr að vísu baki við fjölskyldu sinni; elskan hans, Diljá, elst sömuleiðis upp hjá ríkisfólki en hún er vel að merkja ekki einhlítt hástéttarbarn fremur en Steinn því hún er af fátæku foreldri. Sú skoðun á sjálfsagt við rök að styðjast að skáldið hafi samsamað sig söguhetjunum, gáfuðum og sigldum, og sú tilgáta skiptir miklu máli í Sólku Vólku. Amaldur tengist hástéttinni ýmsum 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.