Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 87
Um trú og vantrú Reynslan sýnir að þótt menn afsali sér eða glati trúarlegu alvægi, þá hætta þeir ekki fyrir því að lifa og hugsa alvægislega, heldur færist þessi ofuráhersla af guði yfir á eitthvað annað, Þjóðina, Ríkið, Flokkinn, Markaðinn, Eignina, efnahagslegan og félagslegan frama (kondu þér áfram og lengra en aðrir) svo aðeins sé nefnt það afdrifaríkasta úr sögu Vesturlanda á þessari öld. Þessir nýju „guðir“ hafa ekki orðið uppvísir að því að standa framar guði kristinna manna. Þeir krefjast skilyrðislausrar undirgefni ekkert síður en hann án þess að hafa sömu möguleika til að standa við annað meginatriði sáttmálans: loforð um takmarkalausa náð. Enda hafa skellirnir orðið margir, vonbrigðin stór og varla öll kurl komin til grafar enn. Þetta veraldlega alvægi er ekkert minna hjá guðsafneiturum en nafnkristn- um. Andlegir afkomendur hinna róttæku sósíalista og frjálshyggjumanna nítj- ándu aldar, sem andæfðu þrælasiðfræði kirkjunnar með því að predika „guð- dómleik mannsins“ ásamt vísindalegri skynsemi, þeir hafa fallið í þessar gryfjur hver af öðrum. Jafnvel þeir sem virtust róttækastir og sterkastir í sinni guðsaf- neitun gripu trúarímyndir kristninnar traustataki og færðu þær „niðrá jörðina", ekki aðeins himnaríki og helvíti, syndafallið, upprisuna og guðlega forsjón, heldur stukku þeir Stalín, Lenín og Marx léttilega í hlutverk sonarins, föðurins og heilags anda og léku þau af innlifun í hugum milljóna um allan heim um aldarfjórðungsskeið. Þótt þessi skelfmg hafi nú afhjúpast svo rækilega að ekki stendur annað eftir en einskært valdið, og menn hafi dregið af öllu saman margvíslegan lærdóm, þá er ekki þarmeð sagt að pólitísk skurðgoðadýrkun sé úr sögunni. Hún blossar upp alltaf við og við, jafnvel á bestu bæjum. Þegar Mitterand var kjörinn forseti Frakklands á síðastliðnu ári fór til dæmis ekki á milli mála að hinn mikli faðir var í hugum sumra stiginn niðurá meðal syndugra, eða sagt á annan hátt: frummyndin hinn mikli faðir hafði holdgast af Mitterand. Jafnvel hér uppá íslandi gátu kratar í tveim flokkum rifist um það dag eftir dag, að því er best varð séð í fullri alvöru, hvorum bæri birtan frá þessu dýrðarljósi. Má ég þá heldur biðja um Jahve sjálfan. íslenskt alvægi síðustu ára er þó mest af öðrum toga, semsé trúin á ofurmátt hinna svokölluðu lifsgæða, sjálfsafneitun í samkeppnisneyslu, eignasöfnun og stöðustreði með von um öryggið mikla sem hina endanlegu náð. Og hér eru skoðanir óskiftar, þessa afstöðu játa í reynd allar stéttir, allir flokkar, hags- munasamtök launafólks jafnt sem atvinnurekanda, stofnanir ríkisins og þarmeð talin þjóðkirkjan. Hvað sem hún boðar í orði viðurkennir hún á borði „lífs- gæðin“ sem alvægi og kristni sína sem þjónandi smávægi. Kristni íslendinga í 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.