Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 92
Tímarit Máls og menningar
þá veru að fella alla hugsun í einn farveg; dæmi um það eru Tékkóslóvakía,
Austur-Þýskaland, Rúmenía, Víetnam og Kúba — eins og kemur glöggt fram í
bók Arendts.
Eins og Václav Havel, sem nú situr í fangelsi, orðar það, merkir þetta daglega,
hljóðláta og lítt áberandi auðmýkingu milljóna. Ef ég má skýra ástandið eins og
það horflr við „hinum aðilanum“ get ég kallað þetta 1984 eftir Orwell í
framkvæmd, nema kerfið ríkir ekki um allan heim.
Þetta nema er mjög mikilvæg staðreynd, og er það sem fyrst og fremst aftrar
alræðisskipulaginu frá því að herða tökin og varðar raunar beinlínis þau skilyrði
sem athafnir yðar á opinberum vettvangi byggjast á. Þjóðfélagskerfið austan-
tjalds er gjörólíkt því sem þér lifið í og gagnrýnið. En ég er sannfærður um, að
sú staðreynd, að þér gagnrýnið breskt þjóðfélagskerfi opinskátt — samanber t.d.
þá fullyrðingu yðar að
íhaldsmenn allra flokka . . . hafa komið okkur hálfa leið inn í stjórnunarþjóðfé-
lag, þar sem peningar eru framkvaemdastjórinn og lögreglan framleiðslustjóri
— er í sjálfu sér ótvíræð sönnun fyrir bresku lýðræðisskipulagi, hversu undar-
lega sem það kann að koma yður fyrir sjónir. Það sýnir, að þrátt fyrir útþenslu-
tilhneigingar hjá framkvæmdavaldi ríkisstjórnarinnar og áhfif hennar á dóms-
og löggjafarvald, er það enn pólitískur veruleiki að taka verður tillit til skoðana
almennings.
Það er ekki unnt að fallast á, að þér skulið ekki gera neinn mun á þætti
blokkanna í „útrýmingu". Slíkt gefur til kynna hættulega einfeldni, sem ekki er
einsdæmi í vestri. Friðarhreyfing yðar, CND (Campaign for Nuclear Disar-
mament: Baráttuhreyfing fyrir kjamorkuafvopnun), sem byggir á þessari
fræðilegu einfeldni virðist því vera ómeðvituð hliðstæða við tilslakanir við
fasismann á fjórða áratugnum. Yður kann að virðast þetta óréttmætt, en sem
sagnfræðingur vitið þér væntanlega að ekki er allt sem sýnist . . .
Það leiðir af þessari einfeldni, að þér skulið halda að friðarhreyfing
sambærileg við CND geti myndast í austri. Roj Médvédéf lagði einmitt áherslu
á að slíkt væri óhugsandi. í Póllandi er til raunveruleg fjöldahreyfing andófs-
manna. Það segir sína sögu að sú hreyfing er ekki afvopnunarhreyfing heldur
hreyfing sem ver og vill efla mannréttindi, efla þau grundvallarskilyrði sem
alræðisstefnan verður að bæla niður til að hún fái þrifist.
Sérhver afvopnunarhreyfing hefur því aðeins gildi og vekur vonir að hún nái
fram markmiðum sínum sem mannréttindahreyfing. Hugmynd yðar um
gagnstæða leið, sem ætti með
82