Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 94
Tímarit Máls og menntngar
á skiptingu í íhalds- og afturhaldsmenn annars vegar og andstæðinga þeirra hins
vegar, þ.e.a.s. annar skilgreinir hinn. Þessi skipting er orðin úrelt vegna þess
hve afgerandi áhrif alræðistilhneigingar, -hreyfingar og -stjórnkerfi hafa. Þessi
hættulega tímaskekkja stafar af þeirri staðreynd að þau skil sem máli skipta
virðast vera á milli alræðis- og lýðræðisstrauma bæði vinstra og hægra megin í
hinu pólitíska litrófi.
Eg get ekki vænst þess, að þér munið eftir lestur þessa opna bréfs telja mig til
„jákvæðra afla í heimi kommúnismans“. En ég vil ekki taka undir þá skoðun
sem þér setjið fram í Athugasemdum um útrým'tngu (Notes on Exterminism) og
hef reynt að skýra hvers vegna.
Tilgangur bréfs míns var að skýra fyrir yður þögnina sem þér mættuð í Prag.
Ef orð mín, sem ef til vill eru óþægileg, gætu leitt til gagnrýnnar endurskoðunar
á þeim forsendum sem Baráttuhreyfing fyrir kjarnorkuafvopnun byggist á, væri
það vísbending um fyrsta skrefið til hugsanlegrar samvinnu.
Yðar einlægur,
Václav Racek.
Kæri Václav Racek.
Ég þakka yður fyrir bréfið. Það gleður mig að þessi umræða skuli hafin enda
þótt hún byrji með margvíslegum misskilningi.
Fyrst er það lítilfjörlegt atriði. Þegar ég heimsótti Prag ásamt konu minni, var
okkur tekið með mikilli kurteisi og ekkert óvænt henti. Þér skiljið þó að ég fari
ekki út í smáatriði. Við erum sagnfræðingar og okkur langaði að hitta starfsfé-
laga og komast að því hvers konar meðferð þeir sættu. Fyrir nokkrum árum var
meðferð þeirra mótmælt í tímaritinu Fortíð og nútíð (Past and Present) og áttu
margir marxískir sagnfræðingar í Bretlandi, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenn-
ingar, þar hlut að máli.
Það munu ekki vera óvænt tíðindi fyrir yður, að við komumst að þeirri
niðurstöðu, að ástandið hefði breyst lítið og að ýmsu leyti versnað.
Við vonuðumst einnig til að geta rætt við tékkneska vini okkar um annað:
hervæðingu meginlands okkar og sameiginlegar aðferðir til að fást við það. Við
áttum kurteislegar og fróðlegar viðræður um þau mál, en sumar dyr, sem við
áttum von á að stæðu okkur opnar, reyndust lokaðar.
Enda þótt það ylli okkur nokkrum vonbrigðum, móðguðumst við ekki.
Vestrænirgestir sem eru að flækjast á þessum slóðum eiga ekkert með að ryðjast
inn þar sem þeir eru óvelkomnir, eða (ef til vill) að beina athygli öryggisþjón-
ustunnar að vinum sínum.
84