Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 95
Frelsið og sprengjan Við skulum svo snúa okkur að mikilvægari misskilningi. í bréfi yðar gerið þér ráð fyrir að málstaður friðar og frelsis eigi ekki samleið. Þér grunið bersýnilega þá sem vinna í þágu þess fyrrnefnda um óheilindi í garð hins síðarnefnda. Þér gerið jafnvel ráð fyrir að þér þurfið að sannfæra mig um að þjóðfélagskerfið sem þér búið við sé „gjörólíkt" mínu og þér segið að mér kunni að finnast það „undarleg“ tíðindi að opinber gagnrýni mín á breskt þjóðfélagskerfi feli í sér sönnun þess að lýðræði okkar er enn fyrir hendi. Hvers vegna skyldi vera þörf á að sannfæra mig um slíkt? Um það hef ég sjálfur ritað. Eitt helsta viðfangsefni mitt sem sagnfræðings hefur verið að fást við athugun á uppruna, veruleik og takmörkunum lýðræðis okkar. Að ég kveð svo fast að orði nú sem raun ber vitni, stafar af því að nú ógnar hervæðingin lýðræðinu. Hvers vegna ætti vörn mín fyrir bresku frelsi að dæma mig úr leik í augum tékkneskra frelsisunnenda? Viljið þér aðeins frelsi fyrir Tékka? Eða aðeins fyrir þá sem búa í kommúnistaríkjum? Ógnar ekkert annað frelsinu, engin önnur form „alræðis“-stjórnar? Maður neyðist til að bera fram þessar óvægnu spurningar vegna nokkurra nýlegra staðhæfinga sovéskra og austur-evrópskra „andófsmanna“. Þér segið mér að ég hafi „öfugsnúið mat“ á ástandinu. Þetta er án efa rétt og það gildir um okkur báða, að reynslan er vilhöll. Eg er jafnhissa á öfugsnúnu mati sumra í Austur-Evrópu. Ég hef rætt við hugrakka karla og konur í Austur-Evrópu og fyllst auðmýkt frammi fyrir þeirri óbilandi staðfestu sem það fólk sýndi þtátt fyrir þá spennu sem fylgir daglegum skiptum við ruddafengna leyniþjónustu. Engu að síður hafði það fólk ræktað í huga sér algjöra falsmynd af „veröldinni fyrir handan“, ímynd sem annars vegar var byggð á útvarpssendingum Raddar Ameríku (Voice of America) og hins vegar á þeirri föstu venju (og reyndar kreddu) að snúa jafnan opinberum áróðri upp í andstæðu sína. Mér var sagt — svo ég tíni til eitt dæmi — að Allende hefði verið „komm- únískur einræðisherra", sem velt hefði verið af valdastóli með allsherjarverkfalli er naut almenns stuðnings. Allende var lýðræðislega kjörinn forseti, stefna hans var umbótasinnuð og var grafið undan honum fyrst og hann síðan myrtur í valdaráni hersins. Það sem fylgdi í kjölfarið í Chile; harðstjórnin, aftökurnar, pyntingarnar og ofsóknir á hendur öllu menntalífi, gengur langtum lengra en nokkuð sem gerst hefur undanfarinn áratug í Austur-Evrópu. Þetta segi ég ekki til að draga fjöður yfir eða afsaka gjörræðislega (og 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.