Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 97
Frelsið og sprengjan
slóða. Eins og ég skrifaði á þessum sömu síðum, er sú hugmynd að kjarnorku-
vopn, bæði í austri og vestri, geti verið „fyrst og fremst í varnarskyni“ „ekkert
annað en siðferðilegt yfirvatp. Bæði risaveldin eru vopnuð og viðbúin tafarlausri
gjöreyðingarárás.“ Hægt er að réttlæta kjarnorkuvopn með kenningunni um
„jafnvægi ógnunar", en hún jafngildir þó ekki sjálfsvörn. Og þessari kenningu
beita hernaðarlegir og pólitískir talsmenn beggja blokka því sem næst á sama
hátt. Af beggja hálfu er beitt hugtökum „hernaðarjafnvægisins"; það þarf að ná
jafnvægi í vopnabúnaði við tiltekið mark (en þetta mark hækkar með hverju
ári); og (þegar bráir af málsvörunum) þarf að hafa „eftirlit með vopnabúnaði“,
án þess að það eigi eitthvað skylt við afvopnun, því hér er aðeins átt við
gagnkvæmt eftirlit með þessum óstöðvandi vexti.
í raun og veru er þetta kapphlaup harla fánýt iðja vegna þess að þegar er til
nægur vopnabúnaður til þess að eyða bæði austri og vestri, fullkomlega og
óbætanlega, þrjátíu sinnum. Maður skyldi ætla að einu sinni dygði til þess að
tryggja „ógnarjafnvægið“. Á hinn bóginn er þetta (eins og margt í pólitískri
sögu) spurning um að byggja upp „ímynd“ sína, æfing í symbólisma.
En þetta er ekki einskær symbólismi. Þetta tungumál er gert af raunveru-
legum vopnum og þau verða ægilegri með hverju ári sem líður. Og þau brýnu
boð sem við í vestrænni friðarhreyfingu höfum verið að senda ykkur eru þau að
nú virðist sem við nálgumst það stig að ekki verði aftur snúið. Það stefnir í
árekstur risaveldanna og hugsanlega er ekki langt í hann. Það sem hófst sem
hagsmunaátök þjóða „innan skynsamlegra marka“ stefnir nú í fáránleika. Nýir
þættir eru komnir inn í myndina, einkum tveir.
Sá fyrri er (og um það ræddi ég í „Athugasemdum“ mínum) hversu rík-
ur þáttur hervæðingin er orðin í formgerð beggja samfélaga. Rannsóknir á
nýjum vopnategundum og þróun þeirra lýtur eigin lögmálum, óháð þeim
pólitísku og hugmyndafræðilegu átökum sem eiga að vera tilefnið. Það er ekki
bara, að hæfileikum og auðlindum sé beint inn í vígtólabáknið (og þá löggæslu
og öryggiseftirlit sem því fylgir); þetta bákn getur sjálft af sér herfræðileg,
pólitísk og hugmyndafræðileg öfl. Ég hélt því ekki fram að þessi öfl væru eins:
þau byggja á ólíkum grunni og birtast með ólíkum hætti í kommúnísku
ríkisbákni og „frjálsu framtaki“ vestursins (viðskiptavinur þess framtaks er
ævinlega ríkið), en ég færði rök að gagnkvæmni þessa „gjöreyðingarferlis".
í annan stað er gamla kenningin um „ógnarjafnvægið“ — MAD (Mutual
Assured Destruction) eða tryggð gjöreyðing á báða bóga — orðin úr sér gengin,
bæði af pólitískum og tæknilegum orsökum (aukin nákvæmni nýrra vopna)
87