Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 98
Tímarit Máls og menningar og ný stjómlist er að líta dagsins ljós, sem boðar að kjarnorlcustyrjöld sé að verða „hugsanleg" og jafnvel stefnt að henni. Menn hafa lengi íhugað slíka stjórnlist í Pentagon, stjómlist sem felur í sér hugmyndir um árás á hernaðarmannvirki (counterforce) og um „svæðisbundið" (limited) eða „leikvangs“-kjarnorkustríð („theatre" nuclear war). Líklegasti vettvangurinn fyrir slíkt „leikvangsstríð“ er Evrópa (bæði austurs og vesturs). Nató líkti eftir slíku stríði í æfingum 1977. Til þess að mæta árás „hefðbundins" sovésks liðsafla á Vestur-Þýskaland, gaf Haig hershöfðingi út tilskipun um að svara fyrst með svæðisbundinni kjarnorkuárás á flugvelli og birgðaflutningaleiðir í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Þegar því var lokið var gert ráð fyrir að Sovétmenn hættu við þessa hefðbundnu árás og fallist yrði á vopnahlé. Og þó höfðu margir hermálaráðgjafar varað við því, að sérhver kjamorkuárás leiddi umsvifalaust til algjörs kjarnorkustríðs. Kjarni málsins er sá, að sumir bandarískir ráðgjafar telja það hugsanlegt, pólitískt og herfræðilega (og skipuleggja jafnvel og han'na vopn til þess) að heyja „leikvangsstríð“ í Evrópu, sem Bandaríkin kynnu að „sigra í“ með litlum skakkaföllum heima fyrir. Og slíkir ráðgjafar þyrpast nú að Reagan forseta og stjórn hans. Mér virðist sem þér og margir baráttumenn fyrir mannréttindum austantjalds viljið jafnvel ekki taka þessi mál á dagskrá, enda þótt um þau séu itarlegar heimildir. Þér vísið allri umræðu frá yður — og neitið í raun og veru að líta á málavöxtu — með því að saka okkur um fylgisspekt við „tilslökun“ og dragið heiðarlegan tilgang okkar í efa. Fyrri röksemdin er að mínum dómi á misskiln- ingi byggð; ég verð að játa að mér þykir sú síðari óviðkunnanleg. Þér setjið fram tvískipta heimsmynd: hér ríkir kommúnísk „alræðishyggja“ og þar er hið „frjálsa vestur“; hollusta við aðra hvora blokkina felur um leið í sér stuðning við hernaðarlega stjómlist hennar. Eru ekki aðrir möguleikar fyrir hendi? Hefur sagan nokkurn tíma verið svona einföld og snyrtileg? Þér byggið málflutning yðar á „Uppruna alrcedis“ eftir Hannah Arendt og trúið á þá bók eins og biflíu. Hún er yðar Auðmagn (das Kapital). Ég er orðinn langþreyttur á þeirri trú á algildar kenningar, hvort sem hún er „marxísk“ eða „and-marxísk“ sem neitar með sönnunum að hleypa sönnunum að í umræð- unni (ég mundi senda yður Örbirgðkenninga (Poverty of Theory) eftir mig, ef ég vissi ekki að hún mundi týnast í póstinum). Þér neitið að ræða ótvíræðar heimildir um hervæðingu á meginlandi okkar nú á dögum, vegna þess að 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.