Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 99
Frelsið og sprengjan Hannah Arendt sendi frá sér bók (fyrir nokkrum árum) þar sem ekki var fjallað um það mál. Jú, ekki hefði ég neitt á móti því að ræða styrk og veikleika í sjónarmiðum Arendts á málþingi í London eða yfir kaffibolla 1 Prag. Við stefnum (vonandi) báðir að því. Og tvennt mundi ég þá vilja rökræða við yður. í fyrsta lagi er „hugmyndin" um kommúnisma mótsagnakenndari en þér látið í veðri vaka; hún heldur bæði „alræðis“- og lýðræðisþáttum saman í spennu. Til vitnis um lýðræðisþættina er Vorið í Prag og vissir evrópu-kommúnískir straumar (til dæmis á Spáni og í Ítalíu). í öðru lagi mundi ég sem sagnfræðingur halda því fram að jafnvel bestu heimspekingar einfölduðu um of sögulega viðburði. Þér festið kommúníska sögu eins og hún leggur sig upp á þvottasnúru hugmyndafræðinnar. En hversu áhrifamiklar sem hugmyndir kunna að vera, tengjast þær í raun margvíslegum öðrum þáttum efnislegrar og andlegrar tilveru og allir þessir þættir í sameiningu skapa tiltekinn sögulegan viðburð. Skilningur yðar á hugmynd (eða hugmyndafræði) kommúnismans er fá- gætlega einfaldur: grimmdarfullur illvilji sem stefnir markvisst að því að kæfa öll mannréttindi, hefur alið af sér hemaðarhyggju og hugmyndafræðilega einstefnu og er rekinn áfram til „heimsyfirráða“. Það er ekki erfitt að skilja hvers vegna tékkneskur menntamaður hugsar svona. En jafnvel um Tékkóslóvakíu dettur manni í hug hvort skýringar séu ekki of fræðilegar. Samkvæmt þeim greinargerðum sem ég hef lesið um Vorið í Prag (t.d. Næturfrost í Prag eftir Mlynar) virðast hagnýtari sjónarmið hafa ráðið gerðum sovéska hersins og pólitískra skriffinna Varsjárbandalagsins. Fyrir þeim vakti, í samræmi við boðskap „Brésnef-kenningarinnar", að varðveita hring þjónusturíkja umhverfis sovésku landamærin, með stjórnlist raunsæis- pólitíkur að leiðarljósi: að verja ávinninga síðari heimsstyrjaldarinnar hvað sem það kynni að kosta. Ekki er að efa að þessi aðgerð var síðan fegruð með hefðbundnu málskrúði um samstöðu með „sósíalískum bræðraþjóðum" og alþjóðlegum málstað komm- únismans. En þessi málflutningur kann að skipta litlu og er ef til vill ekki jafn áhrifamikill og þér ætlið. Hvað varðar Tékkóslóvakíu og Afganistan skipti hann miklu minna máli en hagnýtar herfræðilegar og pólitískar vangaveltur, vanga- veltur sem lutu að keppni blokkanna tveggja (með óttann við hernaðarbandalag Bandaríkjanna og Kína sem frekari áhrifavald). 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.