Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 106
Tímarit Máls og menningar
En það er skilyrði fyrir sameiginlegum aðgerðum, að sú andstaða sem þær
sýna „endurnýjun" vestrænna kjarnorkuvopna (þareigum við samleið) beinist
einnig gegn sovéskri ,,endurnýjun“: núna sérstakiega uppsetningu SS-20
flauganna.
Við gerum okkur grein fyrir að þetta er erfitt verk. Við eigum ekki von á
göngum og mótmælum í landi yðar í líkingu við það sem CND hefur staðið að.
En við álítum að með þolinmæði og samráði megi rata á rétta tjáningarleið.
I þriðja lagi finnum við okkur knúða til, enda er það snar þáttur og
nauðsynlegur í markmiðum END, að hefja umræður um allt meginlandið— að
stuðla að opinskáum samskiptum fólks og frjálsum skoðanaskiptum, að því að
hægt sé að skiptast á upplýsingum og einnig þátttöku. Þetta höfum við ítrekað
hvað eftir annað, þessi stjómlist er ekkert yfirskin. Eins og ég skrifaði í „At-
hugasemdunum" sem yður mislíkuðu svo mjög:
Hin vaxandi hreyfing í Vestur-Evrópu gegn „endurnýjun“ af hálfu Nató, verður
að krefjast þess að sovéskir herstjórnendur leggi í raun eitthvað af mörkum og
opni Austur-Evrópu fyrir raunverulegum samskiptum og þátttöku í almennri,
alþjóðlegri umræðu. Með þær kröfur á ekki að pukrast, þetta á að vera opinská og
skilyrðislaus stefna.
Þetta felur í sér afdráttarlausa, en takmarkaða, afstöðu með málstað borgaralegra
réttinda. Hér er kveðið skýrt að orðum vegna þess að það er einnig nauðsynlegt
fyrir sjálfstæði hreyfingarinnar, svo og fyrir endursköpun Evrópu. Afstaðan er
takmörkuð sökum þess að sjálfstæð friðarhreyfing getur hvorki haft afskipti af
einstökum málum og viðburðum í lífi sérhverrar þjóðar (nema það varði tilveru
og tengsl sjálfrar friðarhreyfingarinnar), né getur hreyfingin gert málstað sér-
hópa að sínum eða tekið upp stefnu þeirra. Þeir sem styðja END geta sem
einstaklingar gengið lengra, og gera það; sem sjálfstæð hreyfing með það
markmið að bjarga Evrópu getum við það ekki. Þetta finnst yður kannski
tvírætt. Þó hef ég reynt að vera hreinskilinn.
En hvaða aðferð hafið þér þá til að græða Evrópu? Ég finn ekki annað svar við
þeirri spurningu í bréfi yðar en þögn.
A einum stað látið þér að þvi liggja að tilvist þess „heims fyrir handan“ sem
við byggjum, hið „frjálsa vestur“, haldi á einhvern hátt „aftur af“ því alræðis-
kerfi sem þér búið við. Ég skil að svo kann að vera. Stöku sinnum má vera að
almenningsálitið fyrir vestan hafi smávægileg áhrif.
En getið þér í fullri alvöru haldið því fram að vestrænn styrjaldarundirbún-
ingur greiði auknu frjálsræði leið í þjóðfélögum austantjalds? Getið þér skýrt
96