Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 107
Frelsið og sprengjan það út fyrir mér hvert framlag kjarnorkuflaugar og taugagas eru til mannrétt- inda. Lifa einhver mannréttindi „leikvangsstríð“ í Evrópu af? Þér mótmælið þeim sjónarmiðum mínum, að hér sé um keðjuverkun að ræða, þar sem hervæðing annarrar blokkarinnar ýtir undir hervæðingu hinnar. Með því að styðjast við Arendt finnið þér fullnægjandi skýringar á hervæðingu Sovétríkjanna í upprunalegum illvilja kommúnískrar hugmyndafræði: „skerð- ing mannréttinda (kemur) einnig fram sem vaxandi vígbúnaður, sem hernað- arhyggja.“ í kommúnískri hugmyndafræði felst skilgreining á veruleikanum sem tekur mið af hemaðar- og öryggissjónarmiðum. Og (kannski) stendur ekkert annað í vegi fyrir heimsyfirráðum hennar en hin göfugu kjarnorkuvopn hins frjálsa vesturs? Ég held að yður skjátlist hrapallega. Og ég vildi óska þess að við gætum setið saman þrjá daga og borið saman bækur okkar. I fyrsta lagi skal þess getið, að sé þetta sú „sanna“ hugmynd kommúnismans þá á hún harla erfitt uppdráttar. Skilningur í ætt við þennan hefur ekki átt upp á pallborðið vestantjalds um langa hríð, hvorki á „hægri kantinum“ né þeim „vinstri“, — ekki einu sinni innan vestrænna kommúnistaflokka. Og hinn öflugi evrópukommúníski straumur hafnar þegar frá upphafi slíkri framtíð algjörlega. Kommúnísk hugmynd um heimsyfirráð, sem misst hefur Júgóslavíu, er að missa Pólland, tekst með naumindum að halda í (og gegn vilja fólksins) Tékkóslóvakíu og Ungverjaland (og ef til vill Austur-Þýskaland), — slíkur kommúnismi mun þjást af ólæknandi meltingartruflunum ef hann reynir að gleypa ítali, Breta og Frakka. Þetta er ekki raunsætt mat. Þetta er hugmyndafræðilegt ævintýri sem maður á frekar von á að heyra sem málskrúð af vörum vestrænna stjórnmálamanna en sjá úr penna frjálshuga höfundar í Prag. Ég bið yður að íhuga heldur skoðun mína enn á ný. Það er vígstaða blokkanna tveggja sem sífellt smyr hjól alræðisstefnunnar, réttlætir athafnir öryggisþjónustu, þvingar fram herfræðilegar skilgreiningar á veruleikanum, gerir allan ágreining að „svikurn" og „markvissri" gagnbyltingariðju, festir i sessi skrifræði kúgunar, þrengir að mannréttindum og hneppir hverja vænlega félagslega umbreytingu i fjötra sína. Þegar flugskeyti vestursins þrengja að landamærum Sovétríkjanna treysta þau innviði gjörræðisstjórnar sem löngu hefur misst alla tiltrú; gjaldþrota hugmyndafræði og starfshættir stalínísku bakvarðanna taka fjörkipp með hverri nýrri hernaðarógnun. Og ekki aðeins fjörkipp: þetta ergagnkvæmt hnignunarferli. Það eru aðgerðir þeirra i Pentagon TMM VII 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.