Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Síða 107
Frelsið og sprengjan
það út fyrir mér hvert framlag kjarnorkuflaugar og taugagas eru til mannrétt-
inda. Lifa einhver mannréttindi „leikvangsstríð“ í Evrópu af?
Þér mótmælið þeim sjónarmiðum mínum, að hér sé um keðjuverkun að
ræða, þar sem hervæðing annarrar blokkarinnar ýtir undir hervæðingu hinnar. Með
því að styðjast við Arendt finnið þér fullnægjandi skýringar á hervæðingu
Sovétríkjanna í upprunalegum illvilja kommúnískrar hugmyndafræði: „skerð-
ing mannréttinda (kemur) einnig fram sem vaxandi vígbúnaður, sem hernað-
arhyggja.“ í kommúnískri hugmyndafræði felst skilgreining á veruleikanum
sem tekur mið af hemaðar- og öryggissjónarmiðum. Og (kannski) stendur
ekkert annað í vegi fyrir heimsyfirráðum hennar en hin göfugu kjarnorkuvopn
hins frjálsa vesturs?
Ég held að yður skjátlist hrapallega. Og ég vildi óska þess að við gætum setið
saman þrjá daga og borið saman bækur okkar.
I fyrsta lagi skal þess getið, að sé þetta sú „sanna“ hugmynd kommúnismans
þá á hún harla erfitt uppdráttar. Skilningur í ætt við þennan hefur ekki átt upp
á pallborðið vestantjalds um langa hríð, hvorki á „hægri kantinum“ né þeim
„vinstri“, — ekki einu sinni innan vestrænna kommúnistaflokka. Og hinn öflugi
evrópukommúníski straumur hafnar þegar frá upphafi slíkri framtíð algjörlega.
Kommúnísk hugmynd um heimsyfirráð, sem misst hefur Júgóslavíu, er að
missa Pólland, tekst með naumindum að halda í (og gegn vilja fólksins)
Tékkóslóvakíu og Ungverjaland (og ef til vill Austur-Þýskaland), — slíkur
kommúnismi mun þjást af ólæknandi meltingartruflunum ef hann reynir að
gleypa ítali, Breta og Frakka.
Þetta er ekki raunsætt mat. Þetta er hugmyndafræðilegt ævintýri sem maður
á frekar von á að heyra sem málskrúð af vörum vestrænna stjórnmálamanna en
sjá úr penna frjálshuga höfundar í Prag.
Ég bið yður að íhuga heldur skoðun mína enn á ný. Það er vígstaða
blokkanna tveggja sem sífellt smyr hjól alræðisstefnunnar, réttlætir athafnir
öryggisþjónustu, þvingar fram herfræðilegar skilgreiningar á veruleikanum,
gerir allan ágreining að „svikurn" og „markvissri" gagnbyltingariðju, festir i
sessi skrifræði kúgunar, þrengir að mannréttindum og hneppir hverja vænlega
félagslega umbreytingu i fjötra sína. Þegar flugskeyti vestursins þrengja að
landamærum Sovétríkjanna treysta þau innviði gjörræðisstjórnar sem löngu
hefur misst alla tiltrú; gjaldþrota hugmyndafræði og starfshættir stalínísku
bakvarðanna taka fjörkipp með hverri nýrri hernaðarógnun. Og ekki aðeins
fjörkipp: þetta ergagnkvæmt hnignunarferli. Það eru aðgerðir þeirra i Pentagon
TMM VII
97