Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Qupperneq 109
Frelsið og sprengjan handleggur: þeir kysu helst að baráttumenn fyrir mannréttindum i Aust- ur-Evrópu gerðu drottnurum sínum eins erfitt fyrir og þeir frekast geta. Þeir vilja að þið þjáist og þjáist meira. Það staðfestir hugmyndafræði þeirra og hleypir vexti í útgjöldin til hernaðarmála. En þeir munu ekki hjálpa ykkur. Þeir kæra sig ekki um að þið sigrið í baráttu ykkar fyrir mannréttindum því það mundi veikja þær hugmyndafræðilegu forsendur sem þeir hafa gefið sér. Þeir vilja að þjáning ykkar og örvænting verði um ókomna tíð gjaldmiðill í kaldastríðinu. Eina hjálpin sem þið fáið frá þeim verður skapadægur: leikvangsstríð í Evrópu. Og hvers vegna erum við að deila? Það er eitt í bréfi yðar sem við stöndum saman um: reyndar alveg í sömu sporunum. Þér skrifið: Sérhver afvopnunarhreyfing hefur því aðeins gildi og vekur vonir, að hún nái fram markmiðum sínum sem mannréttindahreyfing. Þetta er sú afstaða sem END markaði í upphafi og við hana stöndum við enn. Við viljum hrinda af stað annarri atburðarás. Við viljum stuðla að því að hin vestræna friðarhreyfing og mannréttindahreyfingin í Austur-Evrópu sameinist um sameiginleg viðhorf til evrópskrar einingar. En hvernig stendur eiginlega á því að i bréfi yðar kemur fram svo margvísleg og djúprætt tortryggni gagnvart okkur og tilgangi okkar. Þér látið aðeins uppi eina ástæðu og ég virði hana. Yður virðist tortryggilegur sá takmarkaði og kaupmannslegi skilningur á „slökun“ sem er einskorðaður við samkomulag á efnahagssviði og lýtur að ríkishagsmunum, og drottnarar Varsjárbandalagsins geta einfaldlega snúið sér í hag (að yðar dómi). Þessi aðvörun á fyllsta rétt á sér. En þetta er alls ekki stefna END. Við stingum upp á beinum samskiptum, að hafnar séu samræður og aðgerðir samræmdar með þegnum austurs og vesturs, sem samtímis geti orðið til að efla bæði málstað friðar og borgaralegra réttinda og veita þeim nokkra vernd sem berjast fyrir mannréttindum í Austur-Evrópu. Eg tel það sennilegt að raunverulegar ástæður fyrir tortryggni yðar séu aðrar. Og ég sting upp á þrennum. í fyrsta lagi vekur hinn þindarlausi opinberi áróður eigin ráðamanna „fyrir friði“ yður svo mikla klígju að sjálft orðið „friður“ er tortryggilegt i yðar augum. Og i skjóli þessara orða er alltaf skákað þegar gripið er til hvers konar kúgunar. Ég skil viðbrögð yðar. Hérlendis er gefið út falsrit í glansumbúðum sem er 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.