Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 110
Tímarit Máls og menningar helgað „vináttu“ og heitir IJf í Te'kkóslóvakíu. Ég hef fyrir framan mig í júníheftinu 1980 ábúðarmikið ávarp eftir Vasil Bilak, ritara miðstjórnar Kommúnistaflokksins. Fyrirsögnin er: Sósíalismi og friður eiga ávallt samleið. Mlynar hefur afhjúpað fyllilega hlutverk Bilaks þegar svarf til stáls í Prag 1968. Þar er því einu við að bæta, að ekki kom mér það á óvart, að á myndinni sem fylgir ber Bilak nákvæmlega sama flóttalega og hvikula svipinn og Nixon forseti þegar Watergate-málið var á döfinni. Ég skil fullkomlega af hverju þér fyllist ógeði á þeim sem hafa það starf að „elska friðinn“. Mér hefur verið sagt að nokkrir félagar í hinni opinberu Tékknesku friðarnefnd hafi sýnt þann manndóm að mótmæla atburðunum 1968. Þeim hafi öllum verið vikið frá og ný „Friðarnefnd“ skipuð. Ef þctta er satt, hefur END engan áhuga á að ræða við þá „Friðarnefnd“. Þetta er þá ljóst. En þér ættuð ekki að láta góðan málstað friðar fyrir róða svo fyrirhafnarlítið. Ég tek eftir því, að herra Bilak gerir einnig kröfu til þess að eiga málstað „frelsis og mannréttinda". Hafið þér, af þeim sökum, einnig sagt skilið við hann? Onnur ástæðan. Ég hef grun um að viðbrögð yðar við END stafi af litlum og hlutdrægum upplýsingum. Þér gerið táð fyrir að barnalegir og „góðviljaðir“ einstaklingar og samferðamenn þeirra hafi ýtt þessari hreyfingu úr vör í vestri. Yður hefur ef til vill verið sagt að forvígismennirnir væru aT því sauðarhúsi. Ég vil því aðeins koma því á framfæri, að forvígismenn og meiri hluti þeirra sem undirrituðu Ávarp END, eru einstaklingar sem hafa árum saman látið stuðning sinn við mannréttindi í Austur-Evrópu skýrt í ljós. Að vísu eru ekki nema 25 ár síðan ég tók ótvírætt að leggja þessum málstað lið, en aðrir forvígismenn hafa staðið í þessu lengur. Friðarstofnun Bertrands Russell, sem hefur verið miðstöð fyrir dreifingu Ávarpsins og bréfaskipti um alla Evrópu, hefur hvað eftir annað stutt málstað sovéskra og austur-evrópskra andófsmanna og sérstaklega Mannréttindaskrá 77 með útgáfustarfsemi, almennum fundum og bænarskjölum. Þér megið spyrjast nánar fyrir um skilríki ef þér óskið þess. En þriðja ástæðan fyrir grunsemdum yðar er ef til vill flóknari og óþægilegri en þessi. Þér hafið ef til vill grunlaus fengið rangar upplýsingar. Ég varð hissa að komast að því, þegar ég ræddi við vini í Prag, að á meðal þeirra gesta sem fóru á milli vesturs og borgar yðar, voru ákveðnir einstaklingar sem ég hef ástæðu til að ætla að starfi hjá vestrænum leyniþjónustum. Ég hefði ekki átt að verða undrandi. Þetta er að sjálfsögðu snar þáttur 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.