Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Page 117
List er pad líka og vinna
Umræða um slíkt fellur í rauninni ekki undir menningarmál.
Nú kemur dálítil upprifjun sem einsvel má þéna sem nokkurskonar
dæmisaga ef menn skyldu vera orðnir þreyttir á fullyrðingum, skilgrein-
ingum og hugleiðingum.
Þeir sem fundu upp kvikmyndina og starfræktu hana framanaf voru
enganveginn að skapa nýja listgrein. Þeir voru hálfu þiggjandalegri í
huganum en nokkurt sjónvarp eða heimilisblað. Ætlun þeirra var sú ein
að starfrækja tæki sem annarsvegar gæti sýnt mönnum heiminn eins og
hann er (dokúmentarmyndir og ferðasögur) hinsvegar átti að gera leik-
húsið óþarft með því að fdma leikverk og flytja þau þannig um allan
heim.
Dokúmentarismi1 og leikverk.
Engan grunaði þá að í þessum andstæðum (sem táknaðar eru núorðið
í klassískri kvikmyndasögu með nöfnum þeirra Lumiére og Meliés) byggi
kraftur sem fæða mundi af sér nýja og volduga listgrein strax og menn
kæmust uppá lag með að klippa fdmuna til.
Segja má um listina almennt líktog prófessor Árni Pálsson sagði
forðumdaga um drykkjuskapinn: Vissulega er þetta flótti frá lífinu en
margur hefur nú bjargast á flótta.
Þessar andstæður togast hvarvetna á í fullveðja skapandi list — ann-
arsvegar flóttinn burt frá heiminum og hinsvegar flóttinn inní heiminn.
Og þessar grundvallarandstæður reyndust semsé að vera fyrir hendi í
formi dokúmentsins annarsvegar og leikhússins hinsvegar, og þaraf spratt
kvikmyndalistin. Furðanlegast af öllu er þó (enda náttúrlegir hlutir að
jafnaði hið rétta efni í furðuna okkar) einmitt þetta sem virðist að vera
niðurstaða allra marktækra kvikmyndasagnfræðinga: að kvikmyndagerð
hvers og eins lands þarf líktog að feta endurtekningu þessa upphaflega
1 Ég nota hér útlenda orðið dokúmentarismi en ekki heimildarmynd til að undirstrika
að ég á ekki við ferðalög Ómars Ragnarssonar í flugvél eða jeppa og skyndiviðtöl hans
við hreppstjóra, símstjóra, fjallkónga og sparisjóðsstjóra í dyragættinni heimahjá þeim
— heldur á ég við menn einsog Flaherty, Griersen, Tsiga Vertov, Jean Vigo, Joris Ivens,
George Frangu og fleiri.
107