Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1982, Side 124
Tímarit Máls og menningar Einstaklingur og umheimur I Almanaki jóðvinafélagsins er sagt frá stúlku og pilti sem hafa hreiðrað um sig í gömlu timburhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Pilturinn, sögumaður, ber nafn höfundar síns og er að skrifa bók auk þess sem hann yrkir prýðileg ljóð; ekki kemur annað fram en stúlkan sýsli heima við. Um efnahag þeirra er það eitt sagt að þau framlengja einn víxil á þessum níu mán- uðum og fá skattseðil. Þau eru ólík um margt, sambýlisfólkið, og persónur þeirra verða ljósar strax á fyrstu færslum: Skáldið er háfleygt, stúlk- an jarðbundin, hann er tilfinninganæmur og uppnæmur, hún kímin og róleg, hann æsir sig út af smámunum, hún setur hlutina í rétt samhengi, hann er smá- borgari í sér, hún óábyrg, kjarkur hennar er meiri en hans. Þau eru ákaflega ham- ingjusöm eins og sagt er, þótt fjarri fari því að þau séu alltaf jafnlynd og geðlaus, og ekki hafa þau áhuga á að einangra hamingju sína. Skáldið segir lesendum meira um til- finningar sínar og hugrenningar en stúlk- an, hún kemur aðeins fram í því sem hún segir og gerir við sambýlismann sinn. Eitt af því sem skáldið talar um er hvað hann er hrifinn af Reykjavík og ánægður með að vera borgarbúi (23): Eg horfist ekki í augu við fugla. Ég er borgarbúi. Ég horfist í augu við hús og bíla á meðan súrefnið endist. Þar sem þau búa í miðborg Reykjavíkur eru þau í raun í miðju alheimsins. Þangað kemur fólk hvaðanæva og flytur þeim fréttir— vinkona frá Sviþjóð, kunningi úr Kristjaníu í Kaupmannahöfn, annar kunningi frá Englandi og góð vinkona frá Bandaríkjunum. Allt þetta fólk er spurt tíðinda úr útlöndum og það segir ill tíð- indi af heimi á heljarþröm,. en þó er þetta glaðlynt fólk og skynsamt sem gott er að hitta. Maður verður að vita hvað er að gerast í heiminum þótt það sé í hróplegri andstöðu við það líf sem skáldið og stúlkan vilja lifa. Auk þessara ferðalanga er sagt frá því í sögunni þegar skáldið hittir heimalninga, fólkið í bænum. Það fólk skiptist í tvo hópa í sögunni, þá sem höfundur hefur íróníska afstöðu til og hina sem honum þykir vænt um. Afskiptasamir og sjálf- hverfir karlrrtenn fá þar spaugsama útreið, ekki síst ef þeir telja sig eiga lausn á öllum heimsins vanda; góðlátlegt grín er líka gert að sumum ættingjum, einkum for- eldrum skáldsins, en fólk sem stendur í basli og á þó afgangs samúð og skilning handa öðrum öðlast einnig samúð höf- undar. Einstaklega gott orð fá þeir sem standa í húsnæðiserfiðleikum. I þessum svipmyndum af fólki kemur fram að höfundur bókarinnar og skáldið falla ekki alveg saman þótt þeir beri sama nafn. Sá sem segir ftá vill gefa þá mynd af sér að hann sé hrekklaus maður og heldur einfaldur, en það er hvorki einfaldur né hrekklaus maður sem lýsir fólki eins og kunningjanum á Mokka (13—17) eða rithöfundinum við Ríkið (32—35); það er svo fyndinn og meinlegur kafli að maður getur auðveldlega orðið lasinn af hlátri við lestur hans. 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.