Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 25
Götustelpan heims: orð týna hefðbundnum táknmiðum sínum, málið verður kaótískt eins og sjálfið, persónan. I orðabók raunsæismanna vísar hugtakið persóna til ákveðins samhengis í tíma og rúmi. Persónan á sér baksvið og heiti, andlit sem í er fortíð, skapgerð og félagslega stöðu. Samhengið gefur henni afmarkað og heild- stætt inntak. I módernískum verkum hefur þessi formgerð einatt sundrast en í stað hennar byggst önnur: brotakennd, goðsöguleg. Gott dæmi er per- sónusköpun Thors Vilhjálmssonar. Persónur hans eru oftast nær ónafn- greindar og sögulausar, tákn frumlægra aðstæðna í öllu mannlífi, síbreyti- legar myndir hins óbreytilega. Á stundum þenjast þær út ellegar þær dragast saman líkt og gangarnir sem þær fara eftir, og eru ekki samar frá stundu til stundar. Lifa í ljósaskilum hins vitaða og dulvitaða, vera þeirra klofin að rótum, á reiki og hlaðnar óvissu: Hvað er ég? Hvar er ég? Hvað er draumur og hvað er veruleiki? Thor lýsir líkt og margir módernistar hinu mennska átaki, sem sameiginlegt er öllum mönnum, persóna hans í senn safn brota og goðsögn. Því er á þetta minnst að svipaðrar stefnu gætir í sögum Ástu Sigurðardóttur, einkum þeirri sem hér verður greind, Sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns4 (héðan í frá stytt). 3 I Sunnudagskvöldi taka vensl hins ytra og innra sífelldum breytingum. Ekki er unnt að greina heilsteypta eða röklega sjálfsvitund innan sögunnar, ein- ungis breytilegt sjálf, sem sveiflast í sviptivindi tilfinninga og á milli gjör- ólíkra kennda. Með orðræðu sinni reynir það að hasla sér völl, afmarka sig, festa sér stað í veruleika — en árangurslaust; mörk hins hlutlæga og huglæga rofna sífellt, ytri fyrirbæri taka á sig mynd innra landslags, ekkert víst og öruggt í þeim venslum. Þetta sjálf lifir í ímynduðum heimi líkt og barnið, sér sjálft sig í ótal speglum, berskjaldað og varnarlaust fyrir umheiminum. Sögunni má skipta í fjórar sneiðar, sem tengjast eftir formlegu jafngildi og fela í sér kerfi hliðstæðna og andstæðna. Hver um sig einkennist af árekstri sjálfs og umheims: sjálfs sem reynir að staðfesta sig, umheims sem í sífellu brýtur það niður og gerir það að viðfangi. Innan hverrar sneiðar á sér stað flótti frá einsemd, tómi og sekt, eða öllu heldur leit að samveru, ást og öryggi. Lesandinn fleygist ásamt sögusjálfinu á milli þessara andstæðna, sem jafngilda í raun móthverfu lífs og dauða. Segja má að hver sneið einkennist bæði af lóðréttri og láréttri stefnu. Sögukonan reynir að lifa sig upp til annarra en er haldið niðri, gerð að viðfangi og nauðgað með ýmsu móti, lykilorðin: niðurlæging, bæling. Tilraunir hennar til uppreisnar falla saman við sífellda hreyfingu inn og út, hún berst inn í hús og út á götu, ferlið táknrænt: inni er skjólið, samveran og lífið, úti er tómið, einveran og 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.