Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 107
Verdleikar og sannleikur einföld og þyrfti vart rökstuðnings við, væru heimspekingar ekki búnir að gera hana tortryggilega (159). Svarið sem blasir við, ef spurt er hvað réttlæti sé, er: það sem hverjum ber, það sem hver og einn á skilið. Við þetta síðarnefnda atriði vil ég gera smávægilega athugasemd. Svo virðist sem hver viti borinn maður hljóti að fallast á þá skoðun að réttlæti sé það sem manni ber, það sem hann á skilið. Hugtökin um réttlæti og um að eiga eitthvað skilið eru a. m. k. svo nákomin að það jaðrar við að vera sjálfu sér ósamkvæmt að halda því fram að réttlátt sé að eitthvað falli manni í skaut sem jafnframt er viðurkennt að hann eigi engan veginn skilið. Það mega heita sjálfgefin sannindi en kannski ekki áhugaverð að sama skapi að réttlátt sé að allir fái það sem þeir eiga skilið. Ætla mætti af upphafsorð- um ritgerðar Þorsteins að verðleikakenningin merki ekki annað en þetta. A hinn bóginn sýnist mér beiting Þorsteins á kenningunni og öll orð hans um verðleika í því sambandi benda til að í henni eigi að felast annað og meira. Þorsteinn bendir á, svo að eitt dæmi sé tekið, að John Rawls vísi „verð- leikum burt úr ríki réttlætisins" (209).3 Eg er sannfærður um að þótt þetta sé alveg rétt megi ekki draga af því þá ályktun að John Rawls vilji neita því að réttlátt sé að hver og einn fái það sem hann á skilið. Það kemur nefnilega í ljós, að hjá Þorsteini merkir orðið „verðleikar" nánast sama og „kostir“. Það er auðvitað langt frá því að vera sjálfsagt mál að það sé ævinlega réttlátt að meðhöndla fólk eftir því hvaða kostum það er prýtt. Þetta er hins vegar hugmynd sem er allrar athygli verð. Sannmæliskenningu sína orðar Þorsteinn sem svo að réttlæti sé sannmæli, ranglæti svikmæli, og áður hefur hann sagt „að ranglætið sjálft sé rógur eða illmælgi“ (214, 212). Eg hygg að mörgum muni virðast þetta einkennileg og ef til vill ótrúleg skoðun við fyrstu sýn. En eins og sjá má af dæmum Þorsteins og útlagningu hans á þeim er greinilega heilmikið vit í henni. Hann bendir til dæmis á að „misrétti birtist einatt í rógi, um óþrif Serkja eða Indverja, ágirnd Armena eða Gyðinga, heimsku kvenna eða blökkumanna og þannig áfram endalaust. Og þessi rógur er eins og allur annar ósönn illmælgi“ (212). Og hann segir ennfremur: „Segjum að blökkumanni sé vísað út úr verzlun í Jóhannesarborg sökum litarháttar síns. Þá er þetta ranglæti sjálft yfirlýsing eða áminning um það að hann sé óverðugri en hinir sem afgreiddir eru með glöðu geði. Og er þetta ekki ranglæti vegna þess að það er næstum ábyggilega ekki rétt að hann sé ekki jafngildur hverjum sem er af hinum?“ (213) Þorsteini virðist sannleikurinn voldugur og réttlætið líka. Svo er að sjá sem hvatinn að sannmæliskenningunni um réttlætið sé hugboð um náinn skyldleika þessa tvenns. Réttlætið er algilt eins og sannleikurinn, en ekki afstætt og einstaklingsbundið, og hvort maður vinnur réttlátt verk eða ekki 233
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.