Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 112
Tímarit Máls og menningar afleiðingar verka ráða meira um siðferðisgildi samkvæmt hans eigin kenn- ingu en hann vildi kannast við.6 Þegar Þorsteinn talar um það sem frumkröfu réttlætisins að verðleikar manna fái að koma fram, merkir orðið „verðleikar“ mannkostir og hæfi- leikar, hvaðeina sem prýðir fólk. A þetta hef ég þegar bent og má rökstyðja enn frekar með því að benda á að hann segir að verðleikarnir (sannleikurinn) um barn komi þá aðeins fram „að það fái að spreyta sig og njóta sín svo að það megi leiða í ljós hvers það er megnugt“. Hér sýnist mér Þorsteinn fara nærri því að segja að réttlætið sé einfaldlega krafan um að fólk fái að þroska hæfileika sína og njóta sín, að lifa vel, eins og Grikkjum forðum var tamt að orða það. Ranglætið er þá andstæða þessa, það sem kemur í veg fyrir að mennirnir lifi vel. En eftir því sem hér hefur verið haldið fram er það sem Þorsteinn hefur áður sagt um sannmæli og sannleika ekki rökstuðningur fyrir „frumkröfu alls réttlætis", sem hann nefnir svo. Eg fæ raunar ekki séð hvernig slíka kröfu væri hægt að rökstyðja án þess að viðurkenna að gott líf mannanna sé siðferðilegt keppikefli. En eins og nefnt hefur verið virðist Þorsteinn vilja komast hjá því að láta kenningu sína hvíla á forsendum af þeim toga, þótt ekki væri nema að hluta til. Hér að ofan hefur nytjastefnu borið á góma. Ekki væri úr vegi að endingu að fara nokkrum orðum um hana og skyld efni. Hér er um að ræða afstöðu í siðfræði sem segja má að sé alveg öndverð þeirri sem Þorsteinn tekur, en sá sem hér ritar aftur hallast að. Þess ber að geta að þessi mál eru öll ansi snúin og hér verður því ekki nema rétt krafsað í yfirborðið. Leikslokakenningar (consequentalism) eru þær kenningar í siðfræði að sið- ferðisgildi fyrirbæris ráðist af afleiðingum þess: siðferðisgildið sé þeim mun meira því betri sem afleiðingarnar séu.7 Hvað rétt er fyrir mig að gera veltur þá á því hvaða kostur af þeim sem ég á við hverjar aðstæður hefur bestar afleiðingar. Nytjastefna (utilitarianism) er aftur sérstakt afbrigði leiksloka- kenningar sem lítur svo á að hið góða sé hamingja eða mannleg velferð, og því sé siðferðilega rétt að gera það sem hefur mesta hamingju í för með sér, ekki endilega fyrir gerandann sem í hlut á heldur mesta hamingju yfirleitt. Það voru breskir nítjándu aldar menn — þeirra kunnastir eru Jeremy Bentham, sem jafnan er talinn upphafsmaður nytjastefnunnar, og John Stuart Mill — sem mótuðu þessa skoðun sem sérstaka stefnu eða kenningu. Margir höfðu þó haldið fram ýmsum áþekkum skoðunum löngu fyrr, Platón þegar þannig lá á honum og Epikúros og fylgismenn hans í fornöld, til dæmis, og þorri kennimanna um mannlegt samfélag í vestrænni hefð allt frá Aristótelesi til Marx og áfram virðist trúa því að gildi siða og skipulags ráðist að mestu eða öllu leyti af afleiðingum þeirra fyrir velferð fólksins sem í hlut á. 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.