Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 16
í landi, kom Einari það í hug að ekki mundi undir að hrapa ferðinni meir en svo sem hóflegasl væri ef þeir skyldu berjast við Ólaf konungen hafaekki til framflutningar ríkis síns þá heldur en áður. (505) Þess vegna sneri Einar ekki aftur til Noregs fyrr en eftir að úrslit voru fengin við Stikla- staði. Þegar vindar breyttust að nýju í stjómmálum landsins hafði Einarþað fram- yfir marga aðra að hafa ekki tekið þátt í bardaganum gegn Ólafi. Og þetta tókst honum að færa sér í nyt: Einar þambarskelfir hafði ekki verið í mót- göngu við Ólaf konung. Hrósaði hann því sjálfur. Einar minntist þess er Knútur hafði heitið honum jarldómi yfir Noregi og svo það að konungur efndi ekki heit sín. Einar varð fyrstur til þess ríkismanna að halda upp helgi Ólafs konungs. (546) Síðustu setninguna má bæði túlka sem mik- inn einfeldningshátt og mikla kaldhæðni. Ef Heimskringla er athuguð gaumgæfilega er auðséð að einfeldningur var höfundurinn ekki. En kaldhæðni hans ber að skoða í ljósi þess að hann trúði án efa á helgi Ólafs konungs. Hún var ekki uppspuni Einars þambaskelfis. En yfirnáttúrlegar stað- reyndir em á sinn hátt staðreyndir, og úr því að helgi Ólafs féll svo vel að stjórnmála- bralli Einars, því skyldi hann þá ekki vera fyrstur manna til að láta sannfærast um helgi konungs? Og þar með getur Snorri lýst því á uppbyggilegan hátt hvemig þessi gamli refur skammar Alfífu drottningu er hún neitar að leggja trúnað á kraftaverkin sem áttu að hafa gerst við lík Ólafs. Forsendur Kálfs Ámasonar vom aðrar og flóknari en Einars. Hann og bræður hans vom meðal helstu stuðningsmanna Ólafs í Noregi. Kálfur hafði tekið við stórbúi á Eggju í Þrændalögum ásamt ungri og fag- urri konu sem var ekkja eftir einn af féndum Ólafs. Þar með varð hann helsti fulltrúi konungs í þessum mikilvæga landshluta. Hann hafði staðið ótrauður við hlið Ólafs fram að því er konungur fór í útlegð. En þá hafði hann snúið við blaðinu. Til þess höfðu legið æmar ástæður. Konungur hafði skömmu áður drepið stjúpsyni hans tvo, og kona hans, móðir þeirra, hlaut að gera sitt besta til að snúa manni sínum. Hann hafði verið í hópi foringja á Stiklastöðum og Snorri gefur líka í skyn — þó að hann vilji ekki ábyrgjast að það sé rétt — að Kálfur hafi verið einn þeirra manna sem veittu konungi banasár. Eftir Stiklastaðaorustu hefðu þess vegna átt að vera meiri ástæður fyrir Kálf en Einar til að halda fast við þá stefnu sem hann hafði kosið. En ákveðin málsatvik mæltu með því gagnstæða. Þegar Kálfur snerist gegn kon- ungi snerist hann um leið gegn bræðrum sínum, sem höfðu barist í liði Ólafs. Nú leitaði hann sátta við þá. Kálfur hafði heldur ekki hreppt þau hlunnindi frá hinum nýju valdhöfum sem hann hafði gert sér vonir um. Ekki gat hann komist hjá að skynja hvemig almenningsálitið snerist, en Einar vann sem mest hann mátti að þeirri breyt- ingu. Ef Kálfur átti að halda leiðtogastöðu sinni í Þrændalögum átti hann óhægt með að vera bandamaður Dana. Niðurstaðan varð að hann gekk í lið með Einari, og þessir tveir menn héldu til Garðaríkis til að sækja Magnús heim úr útlegð. Og þegar höfðingjar og landslýður stóðu þétt um hinn nýja konung varð Dönum ókleift að halda völdum í Noregi. Vandamálið sem Snorri glímir hér við skýtur víða upp kollinum í Heimskringlu. 14 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.