Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 18
þjóðhöfðingi verður að vera reiðubúinn að beita slíkum aðferðum. En ekki er unnt að drottna með kúgun til frambúðar. Menn verða að afla sér vina og hafa áhrif með persónuleika sínum, en þó öðru fremur vera gjafmildir og höfða til hagsmuna fólks. Með hemaðarsigrum er hægt að afla sér fylgis. Því næst verður að gera bandalög og halda þeim við, annars reynist sigurinn skammgóður vermir. Það byggist ekki aðeins á persónugerð Einars og Kálfs að þeir geta leikið þau hlutverk sem þeir takast á hendur eftir bar- dagann við Stiklastaði, heldur einnig á því að þeir hafa lykilinn að tryggð almennings. Höfðinginn er foringi liðsmanna frá sínu héraði, þeir fylgja honum yfirleitt og hann getur boðið konungi þá sem herstyrk til að auka eigin völd og mannvirðingar. En gangi höfðinginn of langt getur hann misst stuðn- ing liðsmanna sinna. Misnoti hann vald sitt eða taki hann ekki nægilegt tillit til hags- muna skjólstæðinga sinna geta þeir yfir- gefið hann og gengið til liðs við annan höfðingja. Konungur verður svo að sínu leyti að afla sér stuðnings þjóðarinnar fyrir milligöngu höfðingja. Hann á ef til vill í deilum við suma þeirra, hann getur losað sig við suma og sett vildarmenn sína í stað- inn, en hann verður alltaf að sjá til þess að hann hafi svo mikinn stuðning að keppi- nautur geti ekki safnað að sér höfðingjum og steypt honum af stóli. Snorri var höfðingi sjálfur og þjóðfélags- skilningur hans var að verulegu leyti bund- inn valdastéttinni. Afstaða alþýðunnar er að vísu mikilvæg, að hans dómi, en alþýðan á erfitt um vik að grípa í taumana óstudd. Og afstaða hennar er ekki einvörðungu sjálf- sprottin. Snjall stjórnmálamaður reynir að hafa áhrif á almenningsálitið eins og Einar þambarskelfir gerði. Þó væri rangt að eigna Snorra þá skoðun að alþýðan og afstaða hennar hafi ekkert að segja. Það er öðru nær. Þegar öllu er á botninn hvolft telur hann að fylgi almúgans skipti sköpum. Eftir að Magnús konungur snýr aftur og hefur komið sér fyrir í Þrændalögum reynir Sveinn konungur að afla sér stuðnings í Vestur-Noregi og þingar með bændum í Sunnhörðalandi. „Mælti konungur heldur skammt. Bændur gerðu lítinn róm að máli hans“ (561). Ráðgjafar hans danskir halda langar og fagrar ræður, en undirtektir virð- ast enn dræmar. Konungur þykist þá finna að hann hafi lítið fylgi og heldur aftur til Danmerkur. Að mati Snorra felst stór hluti skýringarinnar á þessum hrakförum í því að Sveinn hafði ekki nógu góð sambönd við höfðingjana, leiðtoga lýðsins, sem hefðu getað borið málið upp og fengið þau úrslit sem þeir hefðu kosið. Yfirleitt lætur fólk Ieiðtoga stjóma sér, en leiðtogamir geta þó ekki gengið þvert gegn hagsmunum þess. í samanburði við rit evrópskra samtímasagn- fræðinga er áberandi hve veigamikið hlut- verk almennings er hjá Snorra. Snorri lýsir hvemig fólki er stjómað eða hvemig ráðsk- ast er með það. í evrópskum sagnfræði- ritum er hins vegar látið eins og það væri alls ekki til. Því er með öðrum orðum samband milli pólitískrar kaldhæðni Snorra og þjóðfé- lagsins sem hann lýsir, því það þjóðfélag verður að kallast harla „lýðræðislegt“ á sinnar tíðar mælikvarða. Stjórnmál snúast um að afla stuðnings. Valdatafl er erfitt og margir leika af sér. Og skyndileg stjóm- arskipti voru eðlileg. Á þeim tíma er píla- grímar flykktust í dómkirkjuna í Niðarósi til að sjá skrín Olafs helga, gátu Snorri og lesendur hans skynjað atburði áranna 16 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.