Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 20
Thor Vilhjálmsson
Sviðskrafl
Tveir menn klöngrast inn með stóran kassa. Þeir riða undir lár þessum, skjögra
með hann inn á sviðið þar sem ekkert stendur nema lágvaxin viðamikil planta í
stampi með gljádökkum laufblöðum, og yfir henni er spennt ofvaxin stór svört
regnhlíf líkt og ætti að vera sólhlíf nema hún er svört. Þeir reisa kassann upp á
rönd og taka að losa hlið úr honum með kúbeini samtaka. A kassanum stendur
hér og þar: Varúð. Brothætt.
Þegar þeir hafa losað hliðina kemur los á svampábreiður til hliðar og
allskonar tróð úr frauðplasti. Þessu róta þeir frá báðum höndum og sópa líka frá
með fótunum uns sést hrúgald í kassahomi með mannlegri mynd.
Heill þér Metúsalem,
segir annar.
Nei,
segir hinn:
Metúsalem. Sérðu ekki hvað hann er gamall?
Og hann tekur í langt skeggið sem nær niður milli fóta kassabúanum, rykkir
honum á fætur og teymir hann með sér stóran hring á sviðinu, utan um jurtina
í stampinum undir svörtu regnhlífinni og segir:
Hott hott hári öldungur.
Hinn tekur ofan harðkúluhatt og beygir sig niður í gólf.
Tíminn . . .
segir sá gamli:
hann er bara aska. Ég hef farið um sviðna jörð. Fuglamir tóku
að loga á flugi og hröpuðu sviðnir til jarðar. Niður á mörkina. Lentu
með dumbu hljóði, lyftu fínu dufti auðnarinnar. Stungust í sand-
öldumar með gargi. Stiknuðu í sandinum. Ég sá einu sinni hafið.
Mér fylgdi bam sem var sent með mér, því vinir mínir óttuðust að
18
TMM 1991:3
J