Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 21
ég yrði blindur á þessari löngu ferð. Sjáðu þessa stóru sundlaug,
segir bamið. Ég sá bát úti við sjóndeildarhring. Hann hafði fellt
seglin, dró þau eftir sér í bláu tússblekinu, þrír menn rém honum
í hvít- og bláröndóttum peysum kragalausum, þeir voru með
harðkúluhatt einsog þú. Voru þetta kannski bræður þínir?
segir hann við þann sem teymdi hann á skegginu.
Hott hott,
segir sá og teymdi hann aftur af stað, annan hring.
Þá varð ókyrrð á miðjum svölum, meðal áhorfenda.
Maður með uppsnúið yfirvaraskegg sneri sér við í sætinu og segir við annan
mann sem sat fyrir aftan hann:
Hvern djöfulinn ertu að þukla á mér helvítis ódóið þitt.
Suss. Usssuss,
sögðu tvær konur honum til hægri handar:
Ekki tmfla sýninguna.
Trufla sýninguna,
kallar hann, og leikaramir líta upp gramir og þó spyrjandi einsog einhvers sé
þaðan að vænta.
Er eitthvað farið að gerast?
segir uppþotsmaðurinn á svölunum.
Til hvers ferð þú í leikhús?
sögðu konumar tvær nákvæmlega eins klæddar og báru orðin fram einsog
talkór: maður á að vera stilltur í leikhúsi.
Af hverju?
segir maðurinn.
Já af hverju ferð þú í leikhús?
segja konumar í talkórnum. Og klóruðu í hárhnútinn teprulega með stangar-
gleraugunum.
Ég?
segir maðurinn líkt og hissa á því að þær skuli spyrja:
Ég fer til að stela hugmyndum,
segir hann.
Megum við halda áfram?
kallar maðurinn sem er dreginn á langa skegginu án þess að rétta úr vinklinum
sem átti að tákna háan aldur hans.
Já á maður að missa af síðasta strætisvagninum?
TMM 1991:3
19