Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 32
trúum því getum við fundið því stoð næst- um hvar sem er. Vilji er alit sem þarf. En um leið horfum við aðeins í eina átt, við erum fangar þessarar sýnar. Og heimsmynd okkar er svo einsýn vegna þess að hún gengur út frá kennisetningu sem er í eðli sínu hysterfsk og fjandsamleg því hún byggir á upphafningu annars kynsins á kostnað hins. 3. „Ráöskonan var alltaf fremur ill viö mig“ Upphafning hins kvenlega er mjög greini- leg í túlkun Helgu á Grasaferð, en Helga hampar þar einni sögupersónunni, systur- inni, en ekki verður annað séð en dreng- urinn sé henni beinlínis til ama. Helga segir: Kvengerving er svo áberandi einkenni á „Grasaferð" að segja má að hún haldi sög- unni uppi. Tengist konan þar náttúrunni, bernskunni, sakleysinu og hinu villta . . . Hefur systirin allt sem frændann vantar (266). Og í ljóðatúlkun sinni á Sáuð þið hana systur mína segir Helga: „Systirin er bemskan sjálf, óbreytanleg og eftirsóknar- verð. Hún er það sem karlmaðurinn missir þegar hann verður fullorðinn“ (274). Einn- ig segir hún systurina í Grasaferð vera hreina og saklausa þótt hún sé að komast á fullorðinsaldur. Af orðum Helgu verður ekki annað ráðið en að konan standi, eðlis síns vegna, í nánu sambandi við bemsku, náttúru og sakleysi, og sé með sanni nokkuð í ætt við eilífðar smáblóm. Um drenginn gegnir öðm máli, enda bendir Helga á að hann sé hluti karlveldis, en úr þeirri átt mun einskis góðs að vænta. Finnst Helgu drengurinn einstaklega hé- gómlegur og leggur mikið út af því hversu upptekinn hann sé af sjálfum sér og fatnaði sínum. Segir hún að drengurinn sé „alltaf að reyna að búa til mynd af sér“ ... „búa til karlmannsgervi úr fötum“ (281). Telur hún fatnaðinn vera þær umbúðir sem eigi að gera úr honum karlmann, þær eru því eins konar karlmennskutákn. Nefnir Helga bux- umar sérstaklega sem slfkt tákn. Fer þá hugurinn á ról í leit að svipuðum táknum sem bjóða upp á sambærilega túlkun. Skal nú dundað við það stutta stund og staldrað við þá vísu sem mun vera með því fyrsta sem höfundur sögunnar, Jónas Hallgríms- son, kvað um ævina, bam á sjöunda ári: Buxur, vesti, brók og skó bætta sokka, nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta. Þama mælir roggin raust og þylur upp karl- mennskuumbúðir. Vísan ber með sér ungan aldur höfundar enda er húfan aðeins tetur (ófullkomið karlmennskutákn). Síðar á ævinni skreytti skáldið höfuð sitt með hatti og fullkomnaði karlmennskuímyndina. Víkur Tómas Sæmundsson að því í bréfi til Jónasarárið 1830: Gott áttu Jónas, sveitastúlkumar líta á eftir þér, þora varla að líta upp á þig . . . þegar þær sjá stúdentinn á dönskum skóm, með eitthvað grænt á höfðinu. Þetta „eitthvað“ sem Tómas nefnir svo er karlmennskutáknið sjálft og er í fullu sam- ræmi við galgopahátt þeirra Fjölnismanna að hafa um þá brúkun kæruleysisleg orð (nema þama sé um að ræða dulda öfund Tómasar). Ekki má heldurgleyma að Jónas var skáldið sem gekk um götur Reykjavíkur 30 TMM 1991:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.