Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 44
Jón Thor Haraldsson
Lítill þáttur af Þórbergi
Fom vinátta var með foreldrum mínum,
þeim Haraldi Jónssyni, héraðslækni í Vík,
og Maríu Skúladóttur Thoroddsen, og Þór-
bergi Þórðarsyni. Móður minni varð það
einkar minnisstætt, þegar hún sá Þórberg
fyrst. Það var á Austurvelli. Þórbergur „val-
hoppaði'1 nánast um völlinn, barði í sífellu
á bumbu sér flötum lófum og kvað við
raust: „Gott er að vera saddur, gott er að
vera saddur!“ Þórbergur átti sem kunnugt
er oft við skort að búa á yngri árum: „Ég
kom öreigi á skútu og fór þaðan beininga-
maður,“ segir í Bréfi til Láru. í þetta skipti
hefur honum eitthvað lagst til.
Móðir mín átti Bréf til Láru áritað frá
höfundi. Þórbergur hefur skrifað:
Maríu Thoroddsen, með vinsemd: Frá herr-
anum, sem að heiminn kvaddi og hætti við
kjöt og fisk . ..
Eitt sinn, er ég rak augun í þessa áritun,
flaug mér í hug, að gaman væri að vita,
hvort Þórbergur hefði mikið gert af því að
vera, ef ekki endilega fyndinn, þá altént
persónulegur, þá er hann áritaði gjafabæk-
ur. Ekki bjóst ég við því, að hér væri fund-
inn einhver „bókmenntaakur", en „óplægð-
ur“ ætti hann þó fjárakornið að vera.
Heldur varð rýr eftirtekjan af heimilis-
bókasafninu í Vík. Þó skartar Leiðarvísir
um orðasöfhun þessari áritun:
Hinum æruverða Dunhillspípu-reykjanda
velbornum siðameistara og skoðanaleys-
ingja Haraldi Jónssyni stud.med. með með-
aumkun höfundarins.
Það má mikið vera, ef Þórbergi hefur ekki
þótt Haraldur óstabíll í eilífðarmálunum
sem og fleirum; þar af „meðaumkunin“.
Þetta var árið 1922. Ellefu árum síðar barst
föður mínum Pistilinn skrifaði......Með
stórri vinsemd höfundarins“. Hvítwn
hröfnum fylgir aftur á móti hið hefðbundna
„Vinsamlegast frá höfundi“, sem virðist
hafa verið næstum því fast orðalag þeirra
tíma rithöfunda og þá gjarnan skammstafað
„Vinsaml. frá höf.“
Ekki fannst mér ég geta farið að auglýsa
eftir fyndnum áritunum Þórbergs á gjafa-
bókum en kom þó ráð í hug. Þórbergur var
aldavinur þeirra hjóna Hallbjamar Hall-
dórssonar („yfirprentara“ nefnir Halldór
Laxness hann) og KristínarGuðmundsdótt-
ur („Kristínar í Hollí“ sem kölluð var,
kennd við hárgreiðslustofuna „Holly-
wood“). Bækur þeirra eru nú hluti af bóka-
safni HÍP, Hins íslenska prentarafélags, nú
Félags bókagerðamianna. Og viti menn.
42
TMM 1991:3