Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 57
efniviði. Dálítið síðan smíðinni lauk, en það
var ekki fyrr en í haust að ég fór að nota þá
að ráði.“
Annað helsta einkenni þessara sagna er
að þæreru viðburðaríkar, en hafaekki hefð-
bundna frásagnarlega þungamiðju, leiða
ekki til neinnar niðurstöðu. Gyrðir þykist
vera að segja okkur sögu, á meðan hann er
að yrkja.
Það er merkileg þróun í þessum prósa
útfrá því sem sagt hefur verið hér að ofan
um gagnkvæm áhrif munnlegrar og skrif-
legrar hefðar. Um leið og atburðirnir verða
flóknari og órökvísari, verður myndmálið
einfaldara og skýrara, skrautlaust með öllu,
og tungutak Gyrðis nálgast æ meir talmálið
— samt á hann til það kennimark sumra
eldri höfunda að þurfa ekki nema tvær þrjár
setningar og við vitum að það er hann, og
enginn annar.
Gyrðir þykist vera að segja
okkur sögu, á meðan hann ei
að yrkja.
Sögumaður Gyrðis tekur hins vegar les-
andann ekki á kné sér. Hann virðist oftast
vera drengur, sakleysislegur og vænn til-
sýndar, en lesandanum er ljóst að hann get-
ur verið meinfýsinn, veit lengra nefi sínu og
er auk þess líklega löngu látinn. Svo enda
þótt eftirsjár gæti stundum í lýsingunum á
órígínölum í þorpinu, kaffiþambi þeirra og
myrkfælni, er líf þeirra ekki fegrað. Veröld
Gyrðis er einkennilega lokuð, drengurinn
hefur villst inn í Undraland og finnur ekki
leiðina út. Því lengur sem hann ráfar þama
um innan um sækýr og karla á köflóttum
skyrtum, þeim mun sterkara verður óþolið
í textanum, innilokunarkenndin.
Má vera að grunntónn tilverunnar sé
meinlaust grín einsog Þórbergur segir, en
það er einsog blendinn söknuður sé grunn-
tónn margra bestu verkanna frá síðasta ára-
tug. Um ekki ósvipaða tilfinningu hefur
Steinunn Sigurðardóttir skrifað Tímaþjóf-
inn. Steinunn sver sig í „skriflegu" ættina,
svo vísað sé í fyrri skiptingu. Módernism-
inn og ljóðlistin standa henni nærri, en
kannski er hún þó öðru fremur í orðsins
bestu merkingu aristókratískur rithöfundur.
I verkum hennar kemur oft fram sterk
andúð á öllu sem er banalt, flatt og ómerki-
legt í menningu okkar og hugsun. Tíma-
þjófurínn er eins konar tilbrigði við raunir
Werthers unga, en þar sem úreltar siðvenjur
og stéttaskipting stóðu tilfinningalífi sögu-
hetju Goethes fyrir þrifum, þá þyrmir yfir
Öldu af flatneskju mannfélagsins. Hún er
ástfanginn af ástarsorginni, og eftir því sem
sorgin verður meiri fer textinn á flug, mörk
prósa og ljóðlistar mást smám saman út um
leið og sögumaður missir samband við
veruleikann.
Steinunn sver sig í „skrif-
legu“ œttina, svo vísað sé í
fyrri skiptingu. Módernisminn
og Ijóðlistin standa henni
nœrri, en kannski er hún þó
öðru fremur í orðsins bestu
merkingu aristókratískur rit-
höfundur.
TMM 1991:3
55