Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 60
ánni Níl, hinni miklu móður, sem sagt var að ísis sjálf hefði skapað með tárum sínum. Á vinstri hönd sá hann — yfir gisna röð manna og kvenna — götu sveigja inn í hverfi, sem hann taldi víst að væri iðnaðarhverfi, af smíðagný og háreysti er þaðan barst. Með skjótri ákvörðun, sem sæmdi hershöfðingja, gaf hann foringja hundraðssveitarinnar bendingu um að stefna þangað. Hundraðshöfðinginn leit áhyggjufullur upp til hans, en hlýddi skipuninni orðalaust og beindi hersveitinni inn hliðargötuna. Áhorfendumir viku frá með semingi, en vart lengra en sem nam faðm- lengd frá ystu mönnum hersveitarinnar; þannig var þeim sýnd andúð og dulin ógnun. Hershöfðinginn vissi ekki hvers vegna hann tók þessa skyndiákvörð- un, en eitthvert innra afl — guðleg forsjón — stýrði honum oft á óvæntar brautir. Ef til vill var það djúpstæður grunur um að hans kynni að bíða fyrirsát, ef hann héldi aftur sömu leið heim í herbúðimar. Ef til vill var það hin þrúgandi egypska sól, sem stöðugt skein óhulin skýjum í þessu framandi landi, og innfæddir nefndu ýmist On eða Re. Föbus Apollon var harður húsbóndi hér, fór hægt og letilega á himinbraut sinni, og tók á sig mynd sindrandi hunangsdropa. (Við hinn mikla föður, Jovis! Um þetta leyti árs var jörð snævi hulin í Alesíu.) Já, vafalítið var það brennheit sólin, sem fékk hann til þess að sveigja með hersveit sína inn á öngstræti, þar sem fá mátti forsælu af háreistum byggingum. Þeir fóru um hverfi skóara og söðlasmiða, og hvarvetna dró úr smíðagný, er þeir birtust. Menn hættu að þrátta um verð, smiðimir horfðu þögulir á með hamra sína og leðurpjötlur í höndum, kaupendur stað- næmdust með fingur sína í pyngjunni. Hvarvetna mætti þeim þessi þögla andúð. Hér var nauðsynlegt að vera á varðbergi, því þeir voru staddir í landi sporðdrekans, og það sólbakaða eyðimerkurkvikindi — líkt og Egyptamir í þessu hverfi — heldur sig jafnan í skugganum. Skyndilega kom leirkrús fljúgandi einhvers staðar innan úr mann- þrönginni. Hún hæfði hersveitarmerkið ofarlega, svo litlu látúnsskildirnir þar glömruðu, og merkisberinn — bjamarskinnsklæddur að rómverskri venju og vorkunnarverður í þessum hita — fékk með naumindum haldið stönginni. Sveitin öll staðnæmdist snarlega, reiðubúin til átaka; sérhver hermaður lyfti skildi sínum og greip um meðalkafla sverðs síns. Þetta var móðgun við helgasta dóm hverrar hersveitar. En móðguninni var ekki fylgt eftir með frekara áhlaupi. Egyptamir stóðu enn þögulir og fullir 58 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.