Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 66
pjötlum, sem eitt sinn höfðu verið purpuralituð damasktjöld, en voru nú svo upplituð að þau virtust bleik. Ein kvennanna reis af sessu sinni, gekk að borði og lyfti vínkönnu spyrjandi; hér var ekkert mál sameiginlegt nema látbragðið. Hershöfðinginn þáði vín, sem hún skenkti honum í óskreytta leirkrús, og þakkaði henni með vinsamlegu brosi, en hundraðs- höfðinginn synjaði mönnum sínum um veigamar. Tíminn leið hægt hér í Egyptalandi. Föbus fór hægar í vagni sínum hér en annars staðar í heiminum og skildi því eftir sig stiknandi geisla og sviðna jörð. Þess vegna leið tíminn svo hægt núna. Þess vegna var Egyptaland svo fomt. Núna, annó DCCVII ab urbe condita (ef marka mátti útreikninga bókfellaormsins hans Varrós), sögðu Egyptar að land þeirra væri árþúsunda gamalt. Fyrir nokkmm dögum hafði hershöfð- inginn hitt rímfróðan öldung úr Múseion, kveinandi og kvartandi yfir bókfellunum sem höfðu brunnið. Þessi gamli maður hét Sósígenes og talaði grísku reiprennandi, eins og allirmenntaðirmenn í austrinu. Hann hafði sagt hershöfðingjanum að samkvæmt egypsku tímatali væri nú árið MMMCXV, og síðan haldið langa fyrirlestra um tímatal prestanna. Núna, í egypskum hómkassa í einu af öngstrætum Alexandríuborgar, flaug hershöfðingjanum í hug að ef til vill væri skynsamlegt að bjóða þessum öldungi til Rómaborgar til að binda endi á allan tímaruglinginn þar. Sá ruglingur hafði valdið hershöfðingjanum æmum heilabrotum, þegar hann var sjálfur höfuðprestur þar, og .. . „Hér er hún, herra,“ stundi litli dræsusalinn dæsandi. Hann stóð skyndilega inni í herberginu, móður og rjóður í kinnum, og hélt í höndina á ungri stúlku, sem var eilítið hærri en hann og horfði niðurlút fram fyrir sig. Hershöfðinginn gekk til hennar, tók mildilega undir hökuna og lyfti höfðinu. Hún var á að giska fimmtán ára gömul, með hrafnsvart hár, hunangslitt gljáandi hömnd og mjög dökk augu, sem litu undan; hún virtist vera af sama kyni og Antipater. Hann hneigði höfuðið rólega samþykkjandi, en stúlkan hristi koll sinn í þöglum mótmælum um leið og hann sleppti hökunni, svo hárið lagðist sem svört slæða yfir andlitið. „Hvar er besta herbergið?“ spurði hann mangarann, sem benti honum fram og upp stigann, tuldrandi og tautandi: „Það er hér uppi, herra. Faðir hennar sór að hún væri óspjölluð, herra, ég verð bara að taka orð hans trúanleg, hann er heiðvirður maður, herra, og lýgur ekki.“ Þeir voru komnir upp á aðra hæðina og mangarinn opnaði þar hurð, 64 TMM 1991:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.