Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 76
tvítug og þegar hún snýr baki í föður sinn og blínir á vegginn beint á móti,
má lesa það úr augum hennar, að hún trúir því að hugsunin nái alla leið.
Að einhverntíma verði þessi tími fortíð. Að einhvemtíma verði allt
nútíð. Hún veit ekki að menn byrja ekki að sakna fyrr en bernskan er
liðin. Hún saknar stundum móður sinnar. Hún horfði á hana mála myndir
og þá söng hún alltaf. Annars þagði hún. Hún trúir því að lífið bíði eftir
henni og finnst að það gerist ekki hér.
Vitavörðurinn skoðar leikfangið og leggur það frá sér á borðið. Rennir
augunum upp í bókaskápinn, þareru útskorin tréleikföng íhópum. Bæk-
umar liggja allar undir rúmi dóttur hans.
Hann situr hugsi um stund og dottar í stólnum. Loks sofnar hann og
andardráttur hans fyllir herbergið og blandast hljóði hafsins og ljósi
vitans.
Það er liðið á nóttina.
Þegar dóttir vitavarðarins er viss um að faðir hennar sé sofnaður,
teygir hún sig í fötin sín, sem hún hefur lagt til fóta og laumast út. Fer
niður stigann sem hringar sig innaní vitanum. Hún klæðir sig í bláar
gallabuxur, þykka hvíta peysu og vefur rauðum trefli um hálsinn. Hún
opnar þunga útihurðina og er komin út undir bert loft. Hafið fellur að í
úthafsöldum og það er að rofa til.
Stjömumerkin raða sér einsog forðum.
Hún kveikir eld í fjörunni og nær í málaratrönur og litatúbur, sem eru
faldar á milli stórra steina efst í fjöruborðinu. Þegar hún hefur málað um
stund, er það ekki lengur hún, en haf og stjömur og loft.
Vitinn blikkar út í nóttina. Eldurinn hennar logar glatt.
Það er háflóð. Sjófugl flýgur upp með vængjablaki.
„Fuglinn flýgur burt á hverjum morgni,“ hvíslar hún.
Loks sér hún hvar dagur er að renna úti við sjóndeildarhringinn. Bleik
skerandi rönd myndast einsog sár. Það er að fjara út í ljósaskiptunum.
Hún kallar út í síðustu leifar næturinnar:
„Mamma, hvar er myrkrið?“
I dagrenningu vaknar vitavörðurinn. Hann verður hissa þegar hann
sér hvergi dóttur sína. Gáir út um gluggann og sér hvar hún ferðast um í
fjörunni. Hann brosir ánægður yfir því að hún hefur vaknað snemma til
að gegna skyldum sínum.
Dóttir vitavarðarins gengur rekann. Hugar að skórn. brúsum, flösku-
74
TMM 1991:3