Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 94
hálfleik og var þrátt fyrir fýlu þjálfarans settur inn á til að jafna metin á lánsskóm. Hann var sjálfkrafa úr leik þegar kom að atvinnumennsku. Ekkert lið með sjálfsvirðingu hefði látið bjóða sér svo agalausa spilamennsku. Fyrir bragðið komust hæfileikar hans aldrei í hámæli utan landsteinanna. Þó mun hafa komið fyrir að njósnarar erlendra liða sáu hann leika en hristu hausinn og töldu að Emil stæði fyrir sínu sem sjálfstætt sýningarnúmer — en útilokaðan frá liðsheild atvinnumanna þar sem hvert smáatriði er skipulagt í þaula og æft. Emil lék aðeins einn landsleik fyrir Island sem þó var ígildi tveggja því hann var í senn sá fyrsti og hinsti. Því til skýringar verður að greina frá því sem kannski þótti einkennilegast í fari Emils og það var sú árátta hans að fagna mörkum andstæðinganna — ef honum þóttu þau glæsilega skoruð. Það var þetta sem samherjar áttu erfiðast með að þola og mótherjar tóku einatt sem óþolandi uppgerð og hræsni. En ást Emils á leiknum var svo fölskvalaus að hann gat ekki stillt sig um að gleðjast yfír því sem vel var gert. Líka skar hann sig úr með því að sækja boltann þótt andstæðingarnir ættu innkastið og vakti stundum athygli dómara að fyrra bragði á broti sem hann hafði framið en dómara yfirsést. Svo kom að landsleiknum við Svía. Emil lék þá með þriðju deildar liði sem hann hafði nýverið sólað upp í aðra deild. Það er einsdæmi á íslandi og örugglega víðar að landsliðsmaður sé sóttur í aðra deild. Og mun sennilega ekki verða endurtekið í bráð. Á sjöttu mínútu gerist það að sænskur framherji sendir fyrir markið fastan snúningsbolta sem félagi hans klippir upp í homvinkilinn fjær. Andartak var eins og hljóðið dytti út á vellinum og sársaukastuna rétt óbrostin á þegar Emil hleypur á móti markaskoraranum og ætlar að vetja hann örmum — en vinurinn misskildi og hélt að Emil væri að mótmæla markinu sem rangstæðu og stjakaði honum óþymiilega frá sér án þess að Emil gæfist upp; danski dómarinn hljóp reiðilega á vettvang og sýndi Emil gula spjaldið. Og þegar Emil bandaði hlæjandi frá sér — það rauða. Leikurinn varð síðan sú martröð sem íslendingar eiga djúpt í skammarkróki sálarinnar. Sex, átta, tíu eða tólf núll — það kemur út á eitt. 92 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.