Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 8
. . .“ Þannig hefst skáldsagan, því rétt eins og Rabelais veit Rushdie mætavel að höf- undurinn og lesandinn verða að gera með sér samning þegar í upphafi; þetta verður að liggja ljóst fyrir: það sem hér er sagt frá er ekki alvarlegt enda þótt sagt sé frá hrylli- legum atburðum. Að stefna saman alvöruleysi og hryll- ingi: þannig er einn kaflinn í Fjórðu bók: Pantagrúll er á siglingu á skipi sínu úti á reginhafi þegar hann mætir skipi sauða- kaupmanna; einn kaupmannanna veitir því athygli að Panúrg er með opna buxnaklauf og með gleraugun sín krækt í húfuna sína, og þykist kaupmaðurinn hafa efni á að setja sig á háan hest og kallar hann kokkál. Pan- úrg hefnir sín á stundinni: hann kaupir af honum rollu sem hann kastar í sjóinn; þar sem rollur fylgja forysturollunni af eðlisá- vísun, stökkva allar hinar á eftir henni í hafið. Kaupmennimir fyllast skelfmgu og reyna að grípa í ullina á þeim og homin með þeim afleiðingum að þeir lenda einnig í sjónum. Panúrg mundar ár, ekki í því skyni að bjarga þeim heldur til að koma í veg fyrir að þeir komist aftur um borð í skipið; hann messar yfir þeim og dregur ekki af, segir að þessi heimur sé táradalur en að fyrir handan ríki gleði ein og hamingja, og fullyrðir að hinir burthorfnu séu mun sælli en lifendur. Hann óskar þeim engu að síður þess, ef þeir gætu enn hugsað sér að lifa meðal manna, að þeir hitti fyrir stórhveli, svipað og Jónas hér forðum. Þegar hann hefur drekkt þeim öllum, óskar hinn góði munkur Jóhannes Panúrgi til hamingju, en átelur hann þó fyrir að hafa borgað kaupmanninum og hafa þannig kastað fjármunum á glæ. Og Panúrg svarar: „Guð minn góður, ég hafði af þessu skemmtan upp á eina fimmtíu þúsund franka!“ Þetta atriði er óraunverulegt, ómögulegt; en er ef til vill hægt að draga af því siðferði- legan lærdóm? Er Rabelais að deila á nánasarháttinn í kaupmönnum og skemmta okkur með því að veita þeim ærlega ráðn- ingu? Eða ætlar hann að hneyksla okkur með miskunnarleysi Panúrgs? Eða er hann sem góður og gegn andkirkjusinni að gera grín að þeim heimskulegu trúarklisjum sem Panúrg dælir út úr sér? Þið megið geta! Það er sama hvert svarið er, öll eru þau aulagildrur. Octavio Paz: „Hvorki Hómer né Virgill vissu hvað kímni var; Aristóteles virðist hafa séð hana fyrir, en kímnin fær ekki á sig mynd fyrr en með Cervantes . . . Kímnin,“ heldur Paz áfram, „er hin mikla uppfinning nútíma hugsunar.“ Grundvallarhugmynd: kímnin er ekki eitthvað sem hefur fylgt manninum frá ómunatíð; hún er uppfinning sem tengist fæðingu skáldsögunnar. Kímn- in er sem sagt ekki hlátur, ekki háð, ekki háðsádeila, heldur sérstök tegund fyndni, sem Paz segir að „geri allt tvírætt sem hún kemur nálægt“ (og það lykillinn að eðli kímninnar). Þeir sem ekki hafa gaman af atriðinu þar sem Panúrg drekkir kaup- mönnum og rollurn um leið og hann lofar lífið fyrir handan, koma aldrei til með að botna neitt í list skáldsögunnar. Svæðið þar sem siðferðisdómar eru numdir úr gildi Ef einhver spyrði mig hver sé algengasta orsök misskilnings milli mín og lesenda minna, myndi ég hiklaust svara: kímnin. Eg hafði aðeins búið í Frakklandi skamman tíma og var langt í frá orðinn fullsaddur á athygli. Merkur læknisfræðiprófessor sem hafði hrifist af Kveðjuvalsinum lét í ljósi 6 TMM 1992:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.