Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 10
upp úr vasa sínum uppkast að ræðunni sem hann hyggst flytja á ráðstefnunni. Sæðis- gjöf á að vera nafnlaus, ókeypis og (nú horfír hann í augun á mér) helgast af þrenns konar ást: ást á ókunnu eggi sem þráir að ljúka hlutverki sínu; ást gefandans á sjálf- um sér sem einstaklingi sem myndi fram- lengjast með þessari gjöf, og í þriðja lagi, ást á hjónum sem þjást vegna þess að draumur þeirra rætist ekki. Þvínæst horfir hann aftur í augun á mér: enda þótt hann meti mig mikils, ætlar hann að leyfa sér að gagnrýna mig: mér tókstekki að undirstrika nægilega vel hve það er siðferðislega fal- legt að gefa sæði. Eg reyni að bera hönd fyrir höfuð mér: Þetta er gamansaga! Læknirinn í sögunni er skýjaglópur! Ekki taka hann svona alvarlega! Jæja, segir próf- essorinn tortrygginn, á maður þá ekki að taka skáldsögur þínar alvarlega? Mér vefst tunga um tönn og skyndilega rennur upp fyrir mér ljós: ekkert er eins erfítt og að útskýra kímni. í Fjórðu bók er fjallað skip í sjávarháska. Allir eru uppi á dekki og berjast við að bjarga skipinu. Allir nema Panúrg sem er lamaður af skelfíngu og barmar sér ákaft, gullfalleg harmakveinin í honum ná yfir heilu blaðsíðumar. Jafnskjótt og óveðrinu slotar, verður hann aftur hinn borubrattasti og hellir sér yfir samferðamenn sína fyrir leti og ómennsku. Og þá gerist nokkuð sem er einkennilegt: við fyllumst ekki heift í garð þessa hugleysingja, lygara, þessa skoffíns, heldur þykir okkur aldrei vænna um hann en þegar hann hreykir sér sem hæst. Það er í þessum köflum sem bók Rabelais verður alger skáldsaga. Það er að segja: svæði þar sem siðferðislegir dómar eru numdir úr gildi. Að nema hinn siðferðislega dóm úr gildi er ekki siðleysi skáldsögunnar, heldur sið- ferði hennar. Siðferði sem beinist gegn þeim rótgróna vana mannsins að dæma strax, án afláts, og alla, dæma fyrirfram án þess að skilja. Allur þessi ákafí manna við að dæma er frá sjónarmiði visku skáldsög- unnar hin fyrirlitlegasta heimska, skelfi- legasti háski. Ekki það að skáldsagnahöf- undurinn hafni algerlega rétti manna til að kveða upp siðferðislega dóma, heldur send- ir hann þá út fyrir svið skáldsögunnar. Þar getur þú, ef þér sýnist svo, sakað Panúrg um heigulshátt, ásakað Emmu Bovary, ásakað Rastignac, það er þitt mál; skáldsagnahöf- undurinn getur ekkert að því gert. Það var gífurlegt afrek að búa til svæði þar sem siðferðislegir dómar eru numdir úr gildi. Einungis þar fá skáldsagnapersónur notið sín, það er að segja einstaklingar sem ekki eru sprottnir af fyrirfram gefnum sann- leika, dæmi um gott og vont, eða fulltrúar áþreifanlegra lögmála sem stangast á, held- ur sjálfstæðar verur sem byggja tilveru sína á eigin siðferði, lúta eigin lögmálum. Hið vestræna samfélag er orðið vant því að líta á sig sem boðbera mannréttinda; en áður en maðurinn öðlaðist réttindi þurfti hann að læra að líta á sig sem einstakling, líta á sig sem slíkan og láta líta á sig sem slíkan; það hefði aldrei getað gerst nema á löngum tíma fyrir tilstuðlan evrópskra lista og þá einkum skáldsögunnar sem temur lesandanum áhuga fyrir annarra högum og fær hann til að reyna að skilja sannfæringar sem eru ólíkar hans eigin sannfæringu. Að þessu leyti hefur Cioran rétt fyrir sér þegar hann kallar hið evrópska samfélag „samfélag skáldsögunnar“ og talar um Evrópubúa sem „syni skáldsögunnar“. 8 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.