Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 21
baráttu fyrir trúarríki, þá var skáldsagan fyrir tilstuðlan Rushdie, að þróast frá elsku- legu kennarabrosi Thomasar Manns yfir í taumlaust hugmyndaflug sem sótt var í end- uruppgötvaða kímni Rabelais. Andstæð- umar voru skerptar út í æsar og þeim síðan teflt saman. Frá þessu sjónarmiði er dómurinn yfir Rushdie ekki tilviljun, virfirring, heldur afar djúpstæð átök milli tvennra tíma: trú- arríkið ræðst gegn Nútímanum og velur sér sem skotmark það sköpunarverk hans sem einkennir hann mest: skáldsöguna. Því Rushdie framdi ekki guðlast. Hann réðst ekki gegn Islam. Hann skrifaði skáldsögu. En fyrir þann sem er guðræðislega þenkj- andi er það hálfu verra; ef ráðist er gegn trúnni (með því að deila á hana, fremja guðlast eða gerast villutrúarmaður) eiga verðir hofsins hægt um vik að veija hana, því þá eru þeir á heimavelli og geta talað sitt tungumál. En skáldsagan er önnur plán- eta í þeirra augum, önnur veröld sem byggir á annars konar siðareglum, infemum þar sem allsheijarsannleikur er ekki til og djöf- ulleg tvíræðni snýr öllum sannfæringum upp í gátur. Ég undirstrika það: ekki árás heldur tví- ræðni. Annar hluti Söngva Satans (það er að segja sá hluti sem mest hefur farið fyrir bijóstið á mönnum, en þar sagt frá Mú- hameð og upphafi Islams) er skrifaður sem draumur Gibreels Farishta, sem síðar gerir lélega mynd eftir þessum draumi þar sem hann leikur sjálfur erkiengilinn. Frásögnin er þannig afstæð í tvennum skilningi (fyrst sem draumur, síðan sem léleg kvikmynd sem kolfellur), og hún er ekki sett fram sem fullyrðing, heldur sem leikrœn uppfinning. Þarflaus uppfinning? Ég tek ekki undir það: hún varð til þess að ég áttaði mig í fyrsta sinn á ævinni á þeirri Ijóðrænu sem músl- imatrúin, heimur múslima býr yfir. Ég vil ítreka í þessu sambandi að ekkert rúm er fyrir hatur í hinum afstæða heimi skáldsögunnar. Skáldsagnahöfundur sem skrifar sögu til að gera upp einhverjar sakir (hvort sem það eru hugmyndalegar eða per- sónulegar sakir) getur verið alveg handviss um að hann bíður fagurfræðilegt skipbrot. Ayesha, unga stúlkan sem leiðir hina dá- leiddu þorpsbúa út í opinn dauðann, er vita- skuld ófreskja, en hún er líka heillandi, töfrandi (umkringd fiðrildum sem fylgja henni hvert fótmál) og oft kemur hún við taug í brjósti manns; jafnvel mynd af erki- klerki í útlegð (ímynduð lýsing á Kho- meini), er dregin upp nánast af virðingu og skilningi; vestrænn nútími er litinn hom- auga og honum er aldrei lýst sem æðri hinni austrænu tímaskekkju; skáldsagan „kannar sálfræðilega og goðfræðilega“ foma, helga texta, en sýnir auk þess hversu mjög sjón- varpið, auglýsingamar og skemmtanaiðn- aðurinn draga þá í svaðið. Njóta þá vinstrisinnuðu persónumar, sem skammast yfir hégóma nútímaheimsins, óskertrar samúðar höfundarins? Ónei, þær eru skelfi- lega fáránlegar og álíka hégómlegar og sá hégómi sem þær hrærast í; enginn hefur rétt fyrir sér og enginn hefur algerlega rangt fyrir sér í því karnivali afstœðisins, eins og kalla má þetta verk (þess vegna fínnst mér að Söngvar Satans taki næstu bók hans þar á undan, Skömm, langt fram). I Söngvum Satans er þannig verið að bera list skáldsögunnar sem slíka sökum. Þess vegna er það dapurlegasta í allri þessari sögu ekki dómur Khomeini (sem er sprott- inn af heilsteyptri en grimmilegri hugsun), heldur það að Evrópa skuli ekki hafa dug í sér til að veija og útskýra (útskýra þolin- TMM 1992:4 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.