Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 44
angrun og erfiðar ytri aðstæður samfara trúarlegri togstreitu og almennri vanlíðan. (31) Þannig verða líkamleg veikindi til þess að ýta undir andlegar hremmingar og hugsan- lega fóðra þau geðrænan kvilla. Hinar hörmulegu afleiðingar sem það hefur í för með sér velta á túlkuninni; því sem klerk- urinn telur sig skynja. Það er umbreyting skynjunarinnar — aðlögun hennar að hug- myndaheimi prestsins — sem verður til þess að taugaveiklun hans (sem sumir myndu kalla hreina geðveiki) fær byr undir báða vængi og Kirkjubólsfeðgar lenda á bálinu. Þar með erum við komin að því samspili hugmyndar og skynjunar sem ég gat um í upphafi: Þegar líkamlegur kvilli — í þessu tilfelli skæð kvefpest eða inflúensa með einkennum eymabólgu — fer saman við hugmyndaheim evangelísks rétttrúnaðar í (sennilega geðsjúku) höfði íslensks sveita- prests — verður niðurstaðan: Djöfulleg ásókn. Sekur eða saklaus? Menn hafa freistast til þess að afgreiða af- stöðu og líðan síra Jóns Magnússonar með því að hann hafi verið geðsjúklingur — og í því ljósi hefur píslarsaga hans verið túlkuð af mörgum. Sigurður Nordal reynir til dæmis að sýna fram á að Jón hafi í raun ekki verið afsprengi aldarandans, heldur dæmi um það sem „gat gerst“ við þær aðstæður sem hann lifði. Það sem virðist angra Nor- dal er hinn óþægilegi vitnisburður Píslar- sögunnar um sefjun, ofstæki og ranghug- myndir sem væri mun þægilegra að geta skrifað á sálsjúkan einstakling en heilt sam- félag. Hér er þó vert að hafa hugfast að maður og samfélag tengjast órofa böndum. Og hvort var það þá einstaklingurinn sem var sjúkur eða samfélagið allt? Því verður seint svarað svo fullnægjandi sé, en vart erum við 20. aldar menn svo langt komnir á þroskabraut mannsandans að okkur farist vel að fella dóma. Því hvar skilur á milli hugar og heims; einstaklings og samfélags; heilbrigðis og sjúkleika? Hafi Jón Magnússon gengið of langt eða ályktað gegn betri vitund, þá komst hann upp með það ... að minnsta kosti um hríð. Hann var bam síns tíma ekkert síður en þeir sem játuðu á sig galdra og lentu á bálkest- inum; trúr sínum hugarheimi og dró álykt- anir út frá gefnum forsendum. Séra Jón Magnússon lifði þá tíma þegar það sem hugsanlega „gat gerst“ var einmitt það sem gerðist. Og það gerðist víðar en á Kirkjubóli við Skutulsfjörð. Aftanmálsgreinar 1. Ólína Þorvarðardóttir: „Galdur í munnmælum. Hneigð, hlutverk og þróun íslenskra galdra- sagna.“ Óbirt cand.mag.-ritgerð 1992. Bls. 137- 140. — Tilvitnanir í Píslarsögu Jóns Magnússonar eiga við útgáfuna frá 1967 (Sigurður Nordal ritaði inngang). 2. Sbr. Bengt af Klintberg: Svenska folksagner, 1987. Cox & Wyman (Bretland). Bls. 14-16. 3. Hugh Trevor-Roper: Galdrafdrið íEvrópu. Helgi Skúli Kjartansson þýddi og ritaði inngang. Reykjavík 1977. Bls. 97-98. 4. Sbr. Trevor-Roper, op.cit. — sjá einnig Sigurjón Jónsson: Sóttarfarog sjúkdómar ó íslandi 1400- 1800. Rvk. 1944, bls. 221-223. 5. Óttar Guðmundsson: „Schizophrenian og píslar- saga sr. Jóns Magnússonar". Pressan, 17. maí 1990, 25. 6. Áke Gyllensward og Ulla-Britt Hágglund: Barna- sjúkdómar og slys, Rvk. 1983. Bls. 14. 42 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.