Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 44
angrun og erfiðar ytri aðstæður samfara
trúarlegri togstreitu og almennri vanlíðan.
(31)
Þannig verða líkamleg veikindi til þess að
ýta undir andlegar hremmingar og hugsan-
lega fóðra þau geðrænan kvilla. Hinar
hörmulegu afleiðingar sem það hefur í för
með sér velta á túlkuninni; því sem klerk-
urinn telur sig skynja. Það er umbreyting
skynjunarinnar — aðlögun hennar að hug-
myndaheimi prestsins — sem verður til
þess að taugaveiklun hans (sem sumir
myndu kalla hreina geðveiki) fær byr undir
báða vængi og Kirkjubólsfeðgar lenda á
bálinu.
Þar með erum við komin að því samspili
hugmyndar og skynjunar sem ég gat um í
upphafi: Þegar líkamlegur kvilli — í þessu
tilfelli skæð kvefpest eða inflúensa með
einkennum eymabólgu — fer saman við
hugmyndaheim evangelísks rétttrúnaðar í
(sennilega geðsjúku) höfði íslensks sveita-
prests — verður niðurstaðan: Djöfulleg
ásókn.
Sekur eða saklaus?
Menn hafa freistast til þess að afgreiða af-
stöðu og líðan síra Jóns Magnússonar með
því að hann hafi verið geðsjúklingur — og
í því ljósi hefur píslarsaga hans verið túlkuð
af mörgum. Sigurður Nordal reynir til
dæmis að sýna fram á að Jón hafi í raun ekki
verið afsprengi aldarandans, heldur dæmi
um það sem „gat gerst“ við þær aðstæður
sem hann lifði. Það sem virðist angra Nor-
dal er hinn óþægilegi vitnisburður Píslar-
sögunnar um sefjun, ofstæki og ranghug-
myndir sem væri mun þægilegra að geta
skrifað á sálsjúkan einstakling en heilt sam-
félag.
Hér er þó vert að hafa hugfast að maður
og samfélag tengjast órofa böndum. Og
hvort var það þá einstaklingurinn sem var
sjúkur eða samfélagið allt? Því verður seint
svarað svo fullnægjandi sé, en vart erum
við 20. aldar menn svo langt komnir á
þroskabraut mannsandans að okkur farist
vel að fella dóma. Því hvar skilur á milli
hugar og heims; einstaklings og samfélags;
heilbrigðis og sjúkleika?
Hafi Jón Magnússon gengið of langt eða
ályktað gegn betri vitund, þá komst hann
upp með það ... að minnsta kosti um hríð.
Hann var bam síns tíma ekkert síður en þeir
sem játuðu á sig galdra og lentu á bálkest-
inum; trúr sínum hugarheimi og dró álykt-
anir út frá gefnum forsendum. Séra Jón
Magnússon lifði þá tíma þegar það sem
hugsanlega „gat gerst“ var einmitt það sem
gerðist. Og það gerðist víðar en á Kirkjubóli
við Skutulsfjörð.
Aftanmálsgreinar
1. Ólína Þorvarðardóttir: „Galdur í munnmælum.
Hneigð, hlutverk og þróun íslenskra galdra-
sagna.“ Óbirt cand.mag.-ritgerð 1992. Bls. 137-
140. — Tilvitnanir í Píslarsögu Jóns
Magnússonar eiga við útgáfuna frá 1967
(Sigurður Nordal ritaði inngang).
2. Sbr. Bengt af Klintberg: Svenska folksagner,
1987. Cox & Wyman (Bretland). Bls. 14-16.
3. Hugh Trevor-Roper: Galdrafdrið íEvrópu. Helgi
Skúli Kjartansson þýddi og ritaði inngang.
Reykjavík 1977. Bls. 97-98.
4. Sbr. Trevor-Roper, op.cit. — sjá einnig Sigurjón
Jónsson: Sóttarfarog sjúkdómar ó íslandi 1400-
1800. Rvk. 1944, bls. 221-223.
5. Óttar Guðmundsson: „Schizophrenian og píslar-
saga sr. Jóns Magnússonar". Pressan, 17. maí
1990, 25.
6. Áke Gyllensward og Ulla-Britt Hágglund: Barna-
sjúkdómar og slys, Rvk. 1983. Bls. 14.
42
TMM 1992:4