Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 53
sem í henni birtast eru ekki aðeins mynd, heldur eiga sér tilvist utan myndarinnar og óháð henni. Skáldsagan er hins vegar ein- lægt „al-tilbúinn“ heimur, persónur hennar, hlutir og umhverfí eiga allt sitt undir orðum — eru orðin tóm gæti maður sagt af hæfí- legri meinhæðni. Meðan kvikmyndaleik- stjórinn getur nánast tínt saman einstaka þætti veruleikans og sýnt þá sem nýjan „veruleika“ sem er ekki skáldskapur nema að ákveðnu marki, neyðist skáldsagnahöf- undurinn til að hemja veruleikann í bókstafi og orð. I upphafi tileinkaði kvikmyndin sér ýmsa tækni sem tíðkast hafði í öðrum listgreinum um aldir, en á 20. öld snerist dæmið við og ýmsir skáldsagnahöfundar fóru í „endurmenntun" til kvikmyndarinn- ar, ef svo má að orði komast, lærðu af henni þær aðferðir sem eitt sinn voru aðferðir sagnameistarans en hurfu meira eða minna í skuggann er sálfræði og sundurgreining voru sem fyrirferðarmestar í sagnagerð.22 Islandsklukkan sem Halldór er að fást við þegar hann skrifar fyrmefnda grein, er fyrsta verk hans þar sem í formgerðinni allri er beitt aðferðum sem minna á kvikmynda- list, ytri lýsingar eru ráðandi, lítið fer fyrir sögumanni en skáldskapurinn felst ekki síst í niðurröðun eða samskipan eininga í at- burðarás, eininga sem gjarna eru þá látnar rekast á. En ekki má heldur gleyma að þegar Hall- dór var að alast upp fór meira fyrir mun- nlegri frásagnarhefð en síðar á öldinni — enda þótt sú hefð hafi kanski á uppvaxtar- árum hans átt sér bæði ritaðan og munnleg- an uppruna — og hann skrifar á fyrstu árum rithöfundarferils síns fyrir lesendahóp sem að drjúgum hluta er alinn upp við kvöldvökur.23 Minnist maður þess sér mað- ur í nýju ljósi orð hans „því nær bókinni sem höfundur er . . . þeim mun verri höfundur er hann“. Það eru gjörólíkar aðstæður við sagna- og kveðskaparflutning fyrr og nú sem sækja á hann, einangrun rithöfundarins í nútímasamfélagi, mannsins sem megnar ekki að gera skáldskap sinn að „lifandi rödd sögunnar“. I þessu sambandi getur verið gagnlegt að líta á skrif þýska bókmenntafræðingsins Walters Benjamins sem ritaði margt um þann reginmun sem er á skáldsögu og munnlegri frásögn. Benjamin telur að munurinn á skáldsögu og munnlegri frásögn felist ekki síst í því, hve háð bókinni skáldsagan er og vísar til þess að hún varð ekki útbreidd fyrr en með prentlistinni. Hann er þeirrar skoðunar að skáldsagan sé ólík öllum öðrum skáldskap í lausu máli að því leyti að hún eigi sér hvorki rætur í munnlegri hefð né heldur verði hluti af henni. Undir hið síðastnefnda getum við naumast tekið — þó ekki væri nema vegna íslendinga sagnanna — en hér má það einu gilda. Meginatriðið er að Benjamin vekur athygli á gjörólíkri aðstöðu skáldsagnahöfundarins og sagnamannsins, á mismunandi afstöðu þeirra jafnt til frá- sagnarefnisins og þeirra sem þess skulu njóta. Hann segir m.a. — í hrárri þýðingu: Sagnamaðurinn sækir ífásagnarefni sitt til reynslunnar; til eigin reynslu eða reynslu annarra sem honum hefur verið sagt frá. Og hann gerir efnið að reynslu þeirra sem á frásögn hans hlýða. Skáldsagnahöfundur- inn hefur hins vegar kvatt. Fæðingarstofa skáldsögunnar er einstaklingurinn í ein- manaleik sínum; einstaklingurinn sem megnar ekki að tjá sig svo öðrum verði að gagni; fær sjálfur hvergi ráð og getur ekki gefíð ráð. Að skrifa skáldsögu er að setja hið ósambærilega í mannlegu lífi á oddinn. TMM 1992:4 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.