Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 53
sem í henni birtast eru ekki aðeins mynd,
heldur eiga sér tilvist utan myndarinnar og
óháð henni. Skáldsagan er hins vegar ein-
lægt „al-tilbúinn“ heimur, persónur hennar,
hlutir og umhverfí eiga allt sitt undir orðum
— eru orðin tóm gæti maður sagt af hæfí-
legri meinhæðni. Meðan kvikmyndaleik-
stjórinn getur nánast tínt saman einstaka
þætti veruleikans og sýnt þá sem nýjan
„veruleika“ sem er ekki skáldskapur nema
að ákveðnu marki, neyðist skáldsagnahöf-
undurinn til að hemja veruleikann í bókstafi
og orð. I upphafi tileinkaði kvikmyndin
sér ýmsa tækni sem tíðkast hafði í öðrum
listgreinum um aldir, en á 20. öld snerist
dæmið við og ýmsir skáldsagnahöfundar
fóru í „endurmenntun" til kvikmyndarinn-
ar, ef svo má að orði komast, lærðu af henni
þær aðferðir sem eitt sinn voru aðferðir
sagnameistarans en hurfu meira eða minna
í skuggann er sálfræði og sundurgreining
voru sem fyrirferðarmestar í sagnagerð.22
Islandsklukkan sem Halldór er að fást við
þegar hann skrifar fyrmefnda grein, er
fyrsta verk hans þar sem í formgerðinni allri
er beitt aðferðum sem minna á kvikmynda-
list, ytri lýsingar eru ráðandi, lítið fer fyrir
sögumanni en skáldskapurinn felst ekki síst
í niðurröðun eða samskipan eininga í at-
burðarás, eininga sem gjarna eru þá látnar
rekast á.
En ekki má heldur gleyma að þegar Hall-
dór var að alast upp fór meira fyrir mun-
nlegri frásagnarhefð en síðar á öldinni —
enda þótt sú hefð hafi kanski á uppvaxtar-
árum hans átt sér bæði ritaðan og munnleg-
an uppruna — og hann skrifar á fyrstu árum
rithöfundarferils síns fyrir lesendahóp sem
að drjúgum hluta er alinn upp við
kvöldvökur.23 Minnist maður þess sér mað-
ur í nýju ljósi orð hans „því nær bókinni sem
höfundur er . . . þeim mun verri höfundur
er hann“. Það eru gjörólíkar aðstæður við
sagna- og kveðskaparflutning fyrr og nú
sem sækja á hann, einangrun rithöfundarins
í nútímasamfélagi, mannsins sem megnar
ekki að gera skáldskap sinn að „lifandi rödd
sögunnar“.
I þessu sambandi getur verið gagnlegt að
líta á skrif þýska bókmenntafræðingsins
Walters Benjamins sem ritaði margt um
þann reginmun sem er á skáldsögu og
munnlegri frásögn.
Benjamin telur að munurinn á skáldsögu
og munnlegri frásögn felist ekki síst í því,
hve háð bókinni skáldsagan er og vísar til
þess að hún varð ekki útbreidd fyrr en með
prentlistinni. Hann er þeirrar skoðunar að
skáldsagan sé ólík öllum öðrum skáldskap
í lausu máli að því leyti að hún eigi sér
hvorki rætur í munnlegri hefð né heldur
verði hluti af henni. Undir hið síðastnefnda
getum við naumast tekið — þó ekki væri
nema vegna íslendinga sagnanna — en hér
má það einu gilda. Meginatriðið er að
Benjamin vekur athygli á gjörólíkri aðstöðu
skáldsagnahöfundarins og sagnamannsins,
á mismunandi afstöðu þeirra jafnt til frá-
sagnarefnisins og þeirra sem þess skulu
njóta. Hann segir m.a. — í hrárri þýðingu:
Sagnamaðurinn sækir ífásagnarefni sitt til
reynslunnar; til eigin reynslu eða reynslu
annarra sem honum hefur verið sagt frá. Og
hann gerir efnið að reynslu þeirra sem á
frásögn hans hlýða. Skáldsagnahöfundur-
inn hefur hins vegar kvatt. Fæðingarstofa
skáldsögunnar er einstaklingurinn í ein-
manaleik sínum; einstaklingurinn sem
megnar ekki að tjá sig svo öðrum verði að
gagni; fær sjálfur hvergi ráð og getur ekki
gefíð ráð. Að skrifa skáldsögu er að setja
hið ósambærilega í mannlegu lífi á oddinn.
TMM 1992:4
51