Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 55
hann reyna að vera að komast á „annað plan en þessi hugsunarháttur liggur í, reyna að sjá hlutina utan frá í stað innan frá.“ Hann teflir líka íslenskum sögum frá 13. öld, sem hann nefnir skáldsögur, fram sem helstu andstæðu súbjektífra skáldsagna samtím- ans og leggur m.a. áherslu á að nútímahöf- undar geti margt af þeim lært. I „Minnisgreinum um fomsögur“ sem birtust 1945, sama ár og íslandsklukkunni var lokið, kemur þó enn skýrar fram, hvað það er sem Halldór telur nútímahöfunda geta lært af sagnameisturunum fomu. Ég ætla að stikla á fáeinum atriðum. Eftirtekt- arvert er t.d. að hann gerir ekki aðeins ráð fyrir að sögumar byggi á munnlegri frá- sagnarlist sem hafí verið orðið þroskað list- form meðal norrænna þjóða löngu áður en bókfell kom til sögunnar, heldur telur hann að sumar sögur eða hlutar úr þeim hafí beinlínis verið samdar til „að segjast á mannfundum", t.d. á alþingi. Hann gerir m.ö.o. ráð fyrir að bókfellið hafi ekki staðið milli sagnamannsins og áheyrenda og af því leiði að í „fullkomnustu Islendíngasögum“ sé „skemtunin aðalatriði, dramað, hin spennandi saga, flutt af íþrótt fyrir eftir- væntíngarfullum áheyrendum.“ „Þessir karlar höfðu það umfram marga skáld- sagnahöfunda nútímans að kunna að segja sögu svo hún varð áheyrendum að sýn og raun,“32 staðhæfir Halldór og leggur m.a. niður fyrir sér hver yrkisefni þeirra vom, hvaða aðferðum þeir beittu við að segja frá og skipa niður efni og að h vaða leyti aðferð- ir þeirra og sýn voru önnur en nútíma- manna. Það kemur ekki á óvart að hann skuli fjalla í löngu máli um myndskynjun íslenskra miðaldamanna. Hitt er aftur merkilegt hversu mikla áherslu hann leggur einmitt á þau myndræn einkenni fornsagn- anna sem frekast leiða hugann að kvik- myndalist. Hann segir t.d.: Forsendur miðaldanna til að vita hið sanna um hlut voru ærið veikar. Vísindi vom ekki til. Menn sjá hlutina í stflbundnu formi og myndrænni afstöðu hvem til annars, sjá þá skáldsaugum og skilja þá listrænt, ekki 33 raunrétt samkvæmt eðlisfræðinni. Hér er hann að fjalla um það sem ég taldi til einkenna kvikmynda hér að framan, þ.e. að skáldskapur verksins felst ekki síst í samtengingu og niðurskipan einstakra þátta í atburðarás, með tilheyrandi stækkunum eða smækkunum ákveðinna hluta, og mis- jafnri lýsingu þeirra. Og ég hef ekki trú á öðru en Halldóri sé hliðstæðan ljós — hann skrifaði sjálfur kvikmyndahandrit á Amer- íkuárum sínum og fylgdist grannt með kvikmyndalist, þá og löngum síðar.34 „Minnisgreinar um fomsögur" birtist í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 1945 en annað heftið var helgað sjálfstæðismálum enda þá fyrirsjáanlegt að hemám Banda- ríkjamanna kynni að vara lengi enn. í hópi þeirra sem skrifuðu um sjálfstæðismálin var Halldór Laxness en um þau ræddi hann reyndar einnig í „Minnisgreinunum". Þeim lýkur hann með lýsingu á sögulegu hlut- verki fomsagnanna þar sem hann leggur áherslu á að „sorgleikir“ þeirra endurspegli fall þjóðveldisins en á næstu öldum verði þær „aflið sem deyddi dauða“ Islendinga. „Fomsagan var okkar óvinnanlega borg,“ segir hann, „og það er hennar verk að við emm sjálfstæð þjóð í dag.“ Af þessum orðum lýsir að Halldór vill að nútímaskáld- sagan verði sambærilegt virki, þ.e. stuðli að því að Islendingar varðveiti sjálfstæði sitt. En til þess þarf skáldsagan auðvitað að hafa áhrif á þjóðfélagsþróunina og til fomsagn- TMM 1992:4 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.