Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 90
Skáldsagnapersónur Halldórs eru þegar í Vefaranum mikla af sama tagi og lengstum síðan hjá honum. Þetta eru persónugerving- ar eiginleika (þ.e. týpur), fremur en sann- færandi persónur, einsog þá þótti eitt rétt samkvæmt skáldsagnahefðinni. Kristinn E. Andréssson lýsti því manna best 1936, að vel geti farið á því að skáldsagnapersónur séu þannig ýktar, ólíkar venjulegu fólki á vissan hátt. Kristinn (bls. 125-127) hefur eftir Gorkí, að listamaður þurfí að geta dregið saman í eina persónu sérkennileg- ustu stéttareinkenni kaupmanna, embættis- manna, verkamanna, venjur þeirra, tilhneigingar, óskir, hugmyndir, málfar o.s. frv. Með því skapar hann týpur — og það er listin. [... ] En til þess að túlka lífsbaráttu heillar stéttar, sem jafn óbugandi hefur ver- ið í þyngstu raunum [og íslenskir smá- bændur áður], þurfti að gera Bjart að sterkri persónu, „ýktri“ persónu. í skapgerð hans eru saman dregnir helstu eiginleikar ís- lenska bóndans, allir sérkennilegustu þætt- irnir. Enginn einn bóndi er eins og Bjartur, en það er heldur enginn íslenskur bóndi sem ekki á meiri eða minni skyldleika við hann [ . . . ] Það hefur verið sjálffátt eða ósjálfrátt hlutverk hinna stærstu skálda að skapa slíkan fulltrúa ákveðinna eiginleika eða stétta [...]. Með hinum ósennilegustu viðburðum í lífi Bjarts er höfundurinn ekki að firrast sannleikann, heldur þvert á móti að ná áhrifamagni hans og krafti með skáld- legum íburði, þar sem venjuleg lýsing hrekkur ekki til. [ . . . ] En ekki í persónu Bjarts einni, heldur lífi alls fólksins í Sum- arhúsum, er það sem saga einyrkjastéttar- innar kristallast í margvíslegum myndum [t.d. líka í Ástu Sóllilju, dóttur Bjarts, og í Hallberu gömlu, ömmu hennar og af þessu leiðir: ] Allar í heild, með andstæðum sínum og fjölbreytni, gefa [persónurnar] mynd af lífi og baráttu einyrkjastéttarinnar og ís- lensku þjóðarinnar almennt. Þar speglast öll lífsbarátta hennar, reynsla hennarog trú, sagnir og hugmyndir. Það er samkveiking, synthesa, alls hins dýpsta í íslensku þjóðlífi í eina mynd, sem gerir Sjálfstœtt fólk að því listaverki sem það er. Peter Hallberg rekur í hinu mikla riti sínu, Skaldens hus, hvemig þessi stílfærsla færist í aukana hjá Halldóri á 4. áratugnum. Per- sónur Sölku Völku em vissulega stflfærðar, en í Heimsljósi em komnar yfirgengilegar skrípamyndir. Dæmi Hallbergs eru sann- færandi, þegar hann ber Pétur þríhross sam- an við Jóhann Bogesen, Jasínu Gottfreðlínu saman við Sölku Völku andspænis kennara, o.s.frv. Honum finnst skáldsagnapersónur Halldórs þjóðsagnakenndar. En Halldór hefur oft lýst yfir andúð sinni á sálfræðilegu raunsæi, því, að reyna að gera skáldsagna- persónur eins og trúverðugt hversdagsfólk. Þessi augljósa andúð hans á svokölluðu raunsæi stendur, eins og stfll hans, í nánu sambandi við expressjónismann. Og ein- hliða, ýktar persónur hæfa því meginein- kenni skáldsagna hans að sýna margbrotið þjóðlíf samtímans með goðsögulegum hætti. Þannig varð t.d. Pétur þríhross um- svifalaust hluti af menningararfi íslend- inga, rétt eins og áður Gróa á Leiti úr Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Jafnframt þessu er þjóðlífsmynd sagnanna fjölbreytt og skörp. Því em skopstælingar þeirra kost- ur, en ekki galli, eins og mörgum þótti, af því að þeir ætluðust til þess að sögumar fjölluðu málefnalega um þjóðfélagsmál. Innlegg sagnanna í baráttu líðandi stundar em ævinlega í formi öfgakenndrar skrípa- myndar, og einmitt fáránlegust þegar Hall- dór bætir litlu við fyrirmyndina, eins og Hallberg rekur (I, bls. 130 o.áfr. og II, bls. 48-58), svosem þegar sagt er í Sölku Völku 88 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.