Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 90
Skáldsagnapersónur Halldórs eru þegar í
Vefaranum mikla af sama tagi og lengstum
síðan hjá honum. Þetta eru persónugerving-
ar eiginleika (þ.e. týpur), fremur en sann-
færandi persónur, einsog þá þótti eitt rétt
samkvæmt skáldsagnahefðinni. Kristinn E.
Andréssson lýsti því manna best 1936, að
vel geti farið á því að skáldsagnapersónur
séu þannig ýktar, ólíkar venjulegu fólki á
vissan hátt. Kristinn (bls. 125-127) hefur
eftir Gorkí, að listamaður þurfí að geta
dregið saman í eina persónu sérkennileg-
ustu stéttareinkenni kaupmanna, embættis-
manna, verkamanna, venjur þeirra,
tilhneigingar, óskir, hugmyndir, málfar o.s.
frv. Með því skapar hann týpur — og það
er listin. [... ] En til þess að túlka lífsbaráttu
heillar stéttar, sem jafn óbugandi hefur ver-
ið í þyngstu raunum [og íslenskir smá-
bændur áður], þurfti að gera Bjart að sterkri
persónu, „ýktri“ persónu. í skapgerð hans
eru saman dregnir helstu eiginleikar ís-
lenska bóndans, allir sérkennilegustu þætt-
irnir. Enginn einn bóndi er eins og Bjartur,
en það er heldur enginn íslenskur bóndi
sem ekki á meiri eða minni skyldleika við
hann [ . . . ] Það hefur verið sjálffátt eða
ósjálfrátt hlutverk hinna stærstu skálda að
skapa slíkan fulltrúa ákveðinna eiginleika
eða stétta [...]. Með hinum ósennilegustu
viðburðum í lífi Bjarts er höfundurinn ekki
að firrast sannleikann, heldur þvert á móti
að ná áhrifamagni hans og krafti með skáld-
legum íburði, þar sem venjuleg lýsing
hrekkur ekki til. [ . . . ] En ekki í persónu
Bjarts einni, heldur lífi alls fólksins í Sum-
arhúsum, er það sem saga einyrkjastéttar-
innar kristallast í margvíslegum myndum
[t.d. líka í Ástu Sóllilju, dóttur Bjarts, og í
Hallberu gömlu, ömmu hennar og af þessu
leiðir: ] Allar í heild, með andstæðum sínum
og fjölbreytni, gefa [persónurnar] mynd af
lífi og baráttu einyrkjastéttarinnar og ís-
lensku þjóðarinnar almennt. Þar speglast
öll lífsbarátta hennar, reynsla hennarog trú,
sagnir og hugmyndir. Það er samkveiking,
synthesa, alls hins dýpsta í íslensku þjóðlífi
í eina mynd, sem gerir Sjálfstœtt fólk að því
listaverki sem það er.
Peter Hallberg rekur í hinu mikla riti sínu,
Skaldens hus, hvemig þessi stílfærsla færist
í aukana hjá Halldóri á 4. áratugnum. Per-
sónur Sölku Völku em vissulega stflfærðar,
en í Heimsljósi em komnar yfirgengilegar
skrípamyndir. Dæmi Hallbergs eru sann-
færandi, þegar hann ber Pétur þríhross sam-
an við Jóhann Bogesen, Jasínu Gottfreðlínu
saman við Sölku Völku andspænis kennara,
o.s.frv. Honum finnst skáldsagnapersónur
Halldórs þjóðsagnakenndar. En Halldór
hefur oft lýst yfir andúð sinni á sálfræðilegu
raunsæi, því, að reyna að gera skáldsagna-
persónur eins og trúverðugt hversdagsfólk.
Þessi augljósa andúð hans á svokölluðu
raunsæi stendur, eins og stfll hans, í nánu
sambandi við expressjónismann. Og ein-
hliða, ýktar persónur hæfa því meginein-
kenni skáldsagna hans að sýna margbrotið
þjóðlíf samtímans með goðsögulegum
hætti. Þannig varð t.d. Pétur þríhross um-
svifalaust hluti af menningararfi íslend-
inga, rétt eins og áður Gróa á Leiti úr Pilti
og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Jafnframt
þessu er þjóðlífsmynd sagnanna fjölbreytt
og skörp. Því em skopstælingar þeirra kost-
ur, en ekki galli, eins og mörgum þótti, af
því að þeir ætluðust til þess að sögumar
fjölluðu málefnalega um þjóðfélagsmál.
Innlegg sagnanna í baráttu líðandi stundar
em ævinlega í formi öfgakenndrar skrípa-
myndar, og einmitt fáránlegust þegar Hall-
dór bætir litlu við fyrirmyndina, eins og
Hallberg rekur (I, bls. 130 o.áfr. og II, bls.
48-58), svosem þegar sagt er í Sölku Völku
88
TMM 1992:4