Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 91

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 91
frá orðrómi um Kristófer Torfdal, eða í Heimsljósi frá því að stjómmálaleiðtogar á staðnum veita erlendum veiðiþjófum að- stoð, það em hin fáránlegu símskeyti Péturs þríhross um heilsufar ömmu sinnar; enn- fremur talið um þjóðargrafreit og Þjóð- bróka- og menningarfélagið, sem átti að gefa öllum mönnum buxur, það er skrípa- mynd af Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. En háð sögunnar er ekki síður áhrifaríkt þegar það beinist ekki að einstökum þekkjanlegum persónum í ís- lensku þjóðlífi, heldur að málefnum, svo sem skopmyndin af kosningabaráttu sósí- aldemókrata. Þeir em sýndir í innilegu bandalagi við sýndarandstæðing sinn, íhaldið, og halda því raunar uppi. Þessar öfgakenndu skrípamyndir af íslensku þjóð- lffi, sem gefa skáldsögum Halldórs líf og lit, allt frá Sölku Völku, em greinilega af sama tagi og blaðagreinar hans. Hinar umfangs- miklu ritdeilur Halldórs hafa mikið gildi í sjálfum sér, ekki síst til skemmtunar. En jafnframt em þær ein uppspretta listar hans, eins og sést af framansögðu. Annars kynni einhver að spyija, hvaða rök séu til að meta þessar sögur meira en flatar áróðurssögur svo sem t.d. Vemdar- englana eftir Jóhannes úr Kötlum. í báðum sögum ríkjaeinhliða persónur, mestmegnis af tagi skrípamynda, báðar grípa beint inn í átök líðandi stundar, m.ö.o., í þeim er bein- línis rekinn pólitískur áróður. En munur sagnanna vefst varla fyrir nokkrum les- anda. Vemdarenglamir er fyrst og fremst pólitískur boðskapur, annað er umbúðir. En í sögum Halldórs er málflutningurinn ein- ungis einn þáttur af mörgum, aðalatriðið er svo margbrotin mannlífsmynd að það væri til lítils að segja að sagan fjallaði um þetta efni eða hitt. Persónur í t.d. Sölku Völku eru mjög lif- andi, hver með sitt einkennandi málfar, það nægir að nefna lækninn, prófastinn og Guð- mund kadett sem dæmi. Það getur verið fáránlegt, svo sem smekklausar líkingar og guðsorðaglamur foringja Hjálpræðishers- ins. En sögumaður er ekki síður áberandi, með sjónarmið og málfar heimsmanns, sem er gerólíkt því sem nokkur þorpsbúi hefur, t.d. í upphafi sögunnar þegar lýst er því að aðalpersónurnar, Sigurlína og Salka ganga inn í þorpið þar sem sagan svo gerist: „Fannfergi var mikil, snjórinn illa troðinn, vond færð. Skafbylurinn stóð beint í andlit- ið á þeim eins og æfinlega er um svona fólk.“ Og einnig koma langsóttar, sérkenni- legar líkingar fyrir í tali sögumanns. Todda trunta hjálpræðishersforingi byrjar að vitna „með hendurnar krosslagðar á kviðnum, í sjöunda himni, eins og ölvaður erkibiskup, sem er látinn í haf á konúnglegri freygátu.“ Ennfremur birtist sérkennileg afstaða sögu- manns í t.d. þessu (bls. 111): Um þetta er rætt afturábak og áfram í hálfan mánuð, bæði yfir hráum fiski og soðnum, yfir fiskbölunum, á fiskreitunum eða í hinni eilífu soðningarlykt eldhúsanna; mannlífið er hér alt í fiski og úr fiski og manneskjum- ar eru nokkurskonar tilbrigði, sem drottinn gerir úr soðníngu og kannske svolitlu af slæmum kartöflum og haframélsglymu, hjónabandsbömin em afbrigði af soðningu, lausaleikskrakkarnir líka. Hallberg hefur mörg fleiri dæmi (tv. rit, bls. 196 o.áfr.). Þessi uppáþrengjandi, sérkenni- legi sögumaður var mikil nýjung í íslensk- um bókmenntum. Hann er nátengdur undarlegu orðavali Halldórs, því, að orðin koma oft eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, eins og við ræddum um í sambandi við TMM 1992:4 89 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.