Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 105
Þórarinn bætir svo annarri vídd inn í söguna með því að tefla hinni „goðsögulegu“ mynd Steins fram á þessu augnabliki, sem uppruna- lega er jú komið frá Steini sjálfum. Og það er líkt og Steinn gangi inn í þjóðtrúna: Eg var enn algjörlega orðlaus og horfði stjarfur á eftir manninum sem fjarlægðist óðum. Hann var lágvaxinn og síðhærður í slitnum frakka og annar handleggurinn dinglaði einhvem veginn undarlega utan á honum. (110) í þessu augnabliki mætast þannig hin óskyldu plön sögunnar, þjóðtrúin, samtíðin, bókmennt- imar; línumar skerast í einum punkti. Urvinnsla Þórarins á frásögn Steins er einkar skemmtileg, og ólíkt mörgum öðmm sögum höfundar, býr „Dýrið“ yfir heillandi margræðni og jafnvel dulúð. Þjóðtrúin verður í senn veruleiki og hug- arburður, hvomgt er útilokað, enda kannski ekki svo ýkja langt þarna á milli. í bókinni em algengar skírskotanir til íslensks samtíma og oftar en ekki kallast sögumar bein- línis á við hann. I sögunni „Opinskánandi“, sem einnig er vel heppnuð, beinir höfundur sjónum sínum að fjölmiðlabyltingunni svokölluðu og því hispursleysi sem hélt innreið sína inn í við- töl íslenskra glanstímarita. Fáránleikinn er hér nálægur en þó er ekkert verið að fela skírskot- unina. Glanstímaritin heita til dæmis „Heims- hryggð“, „Mannslíf1 og „Annað líf‘ (82). Hæðst er að hinum svokölluðu „opinskáu“ eða hispurslausu viðtölum, sem oft em tekin við fjölmiðlafólk, og í sögunni geta þau af sér það sem höfundur kallar „viðtalsfíkla“ en slíku fólki finnst ekkert neins virði nema „aðrir, og helst allir, fái að vita af því strax“ (83-84). í „Kefl- víkingasögu“ fær upplýsingaþjóðfélagið einnig sína sneið þar sem menn skemmta sér konung- lega við að horfa á aðfarir landnámsmanns í beinni útsendingu, en hann hefur þá höggvið höfuðið af íslenskukennara, og líkið rotnar fyrir framan myndavélamar. Einnig er íslenskur samtími þekkjanlegur í sögunni „Aðsókn" þar sem byggingarverktaki verður gjaldþrota í miðri blokkarbyggingu, sem veldur íbúðarkaupendum vandræðum, enda finnast engar eigur í búi verktakans en þeim mun meiri í búi konu hans. I sögunni „I draumi sérhvers manns“ (enn vitnar höfundur í Stein) er vísað til nýaldamppsveiflunnar og gert grín að draumaráðningum. Hinn vantrúaði Dúddi tekur ekki mark á draumaráðningum Drauma- Rósu fyrr en hann dreymir skít. „Saga Svefn- flokksins“ (ein slakasta saga bókarinnar) gerir góðlátlegt grín að því hvemig stjórnmálaflokk- ar verða til. Stofnandinn, sem heitir hinu stjórn- málalega nafni Ingólfur Arnólín (sbr. t.d. Ingólf Arnarson Jónsson í Sjálfstœðu fólki) og tekið hefur þátt í pólitík í allmörg ár, er ,Jcominn yfir fertugt og enn ekki kominn á þing“ (72). Hann er staddur hífaður á hótelherbergi í „norrænni stórborg“ og horfir á kosningabaráttu í sjón- varpinu, þegar hann fær hugmyndina að stofnun Svefnflokksins. Og um leið er grín um fræði- mennsku þar sem sagan er sett upp sem ritdóm- ur. Háðið felst í því að sagan er „háalvarlegur“, „sagnfræðilegur“ ritdómur um fáránlega bók, sem er Saga Svefhflokksins, skráð af stofnanda flokksins og hugmyndafræðingi. Slíkt grín kringum fræðimennsku (einkum íslenskufræð- inga, samanber „Síðustu rannsóknaræfínguna“ í Ofsögum sagt) er gamalkunnugt stef í höf- undaverki Þórarins, og í þessari sögu ekkert sérlega vel heppnað. Islenskukennarar skjóta til að mynda upp kollinum í sögunum „Áhrínið“ og „Keflvíkingasaga". I „Keflvíkingasögu“ snýst ffæðimennskan upp í fáránlegan harmleik (líkt og að vissu leyti í „Síðustu rannsóknaræfingunni"). Viðfangs- efnið (landnámsmaðurinn) gengur af fræði- manninum dauðum í orðsins fyllstu merkingu, með því að höggva af honum höfuðið. I sögunni teflir höfundur saman sögu og samtíð með því að láta víking ásamt konu, bami og þrælum nema land á Islandi á ofanverðri tuttugustu öld. Eins og víðar í sögum bókarinnar em fáránleik- inn og húmorinn í fyrirrúmi, en líkt og við lestur eldri smásagna höfundar vaknar hér spumingin um hvað liggi á bak við. Er höfundur „bara“ að TMM 1992:4 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.