Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 112
Sigfús í endurskoðun Sigfús Daðason: Provence í endursýn. Goðorð 1992. 24 bls. Sú foma speki, sem kennd er við Herakleitos, að ekki verði tvisvar stigið í eitt og sama fljótið, hefur orðið mönnum uppspretta hugleiðinga bæði fyrr og síðar og raunar einnig þyrnir í augum þeim sem umfram allt hafa viljað vita af einhverju föstu og varanlegu í heimi stöðugra breytinga. Því sé setningin hugsuð til enda, má lesa út úr henni þann boðskap að ekki aðeins sé hinn svonefndi ytri heimur síbreytilegur og um hann verði fátt sagt með vissu, heldur er einnig áhorfandi hans, sá sem í fljótið stígur, aldrei hinn sami stundinni lengur og getur því aldrei höndlað sjálfan sig. Einn þeirra sem á seinni tímum hafa velt þessari speki fyrir sér er Spren Kierkegaard, meðal annars í tilefni af því að hann gerði sér í tvígang ferð til einnar og sömu borgarinnar, Berlínar, með nokkru millibili, en þeirri reynslu lýsir hann í bók er hann nefndi Endurtekningin. I þeirri bók teflir hann fram hugtakinu endurtekning, sem felur í sér samein- ingu hins gamla og hins nýja, hins varanlega og hins breytilega, gegn endurminningunni sem leitar afturábak út úr lífinu sjálfu í stað þess að lifa því framávið, hér og nú. Slíkar og þvflíkar vangaveltur koma upp í hugann við lestur nýútkomins ljóðakvers Sig- fúsar Daðasonar sem ber nafnið Provence í endursýn, enda tilefnið svipað, þar sem skáldið er að lýsa endurkomu sinni á þær slóðir í Suð- ur-Frakklandi er það gisti sem háskólanemi fýr- ir um fjórum áratugum. Vissulega hafa önnur skáld gert slíkri reynslu eða áþekkri skil, eink- um þar sem átthagar eða æskustöðvar eru ann- ars vegar. Þangað leitar andinn, að sögn skálda, en sum hafa ekki látið sér nægja að hvarfla á fomar slóðir aðeins í huganum, heldur gert sér ferð þangað sjálfir og fundið þar „eins og titring í gömlum streng“ eins og Jón Helgason orðar það í kvæðinu „Á Rauðsgili“. En jafnframt vill við slíkar aðstæður skjóta upp kollinum tilfinn- ing fyrir ákveðnum framandleika sem oft er vandséð hvort stafar meira af því að komumað- ur sjálfur hafi breyst eða umhverfið. Sigfús eygir einnig það sem hann kallar „tvísýnu í tímanum“ og í ljóðunum má segja að fortíð og samtíð vegi salt, þannig að ýmsum veiti betur. Að nokkxu leyti kann höfundur að vera í „leit að liðinni tíð“, en eins og Proust veit hann að: minnið er reyndar ekki annað en maskína. Heymamæmi og ilmskyn afvegaleiðir menn. Æma staðleysu ber að úr gömlum gröfum. (Bls. 13) Hér verður því ofaná uppgjör við fortíðina fremur en bein uppriljun á henni, Provence í endursýn verður Sigfús í endurskoðun, endur- minning að endurtekningu. Ljóðin tólf sem kverið Provence í endursýn samanstendur af mynda býsna sterkt samhengi frá upphafi til enda, allt að því söguþráð, þannig að hér mætti tala um einn samfelldan ljóðabálk. Hitt er svo annað mál að ofangreindri reynslu eru gerð skil frá fleiri en einu sjónarhomi og með vísunum í ýmsar áttir, þannig að margvís- legir fletir hennar koma í ljós. Milli einstakra áfanga em þó jafnan fínleg en sterk tengsl, þar sem andstæðum eða hliðstæðum er bmgðið upp sem knýja framvindu kvæðisins áfram á díal- ektískan hátt að ákveðnu marki. Þegar í fyrsta ljóði bókarinnar þykjumst við heyra óminn af setningunni góðu um fljótið sem minnst var á hér í upphafi, þar sem segir um staðinn Salon að hann „líði fram hjá“ aðkomumanni. Svo- nefnd heilbrigð skynsemi vill auðvitað hafa þetta öfugt, en ekki er allt sem sýnist í heimi breytinganna, enda er hið fasta og stöðuga þeg- ar á næsta leiti, þótt það birtist ekki beint, heldur aðeins sem hulið tertium comparationis eða mælikvarði í huga komumanns þar sem hlið- stæðan Salon-Hveragerði kemur fram. Jafn- framt skýtur þar upp andstæðu sem á eftir að koma við sögu síðar, milli norræns uppruna skáldsins og suðræns sviðs ljóðanna, og hér þarf engum að koma á óvart að hið suðræna sé sagt vera „formfastara að nokkru“. 110 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.