Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 113
Framandleikinn í öðru kvæðinu birtast enn andstæður og það í nýrri mynd, á Miollis-torgi við Sextusar-laugar þar sem annarsvegar er brunnurinn, tákn upp- runa og stöðugrar hringrásar, bekkurinn, griða- staður íhugullar skoðunar, að ógleymdum skugga espitrésins sem komumaður hyggst þegar „helga sér“, en er óþyrmilega flæmdur brott af fulltrúum hins tæknivædda hversdags- leika í líki þrýstidælna og þeirra sem yfir slíkum tólum hafa að ráða. Sá árekstur sem hér er lýst milli þess sem við getum nú kallað hið skáld- lega og hið hversdagslega, og þar sem hið fyrr- nefnda bíður lægra hlut a.m.k. í bili, verður uppspretta framandleikakenndar sem gengur eins og rauður þráður gegnum bókina. Hún kemur raunar fram í síendurteknu orðalagi eins og „tel ég mig“, „ég held“, „mun hafa verið“, „að líkindum", „mér sýndist“ og magnast frá því að vera framandleiki gagnvart næsta um- hverft til þess að vera fjarlægð ljóðmælandans frá sjálfum sér og eigin fortíð er á líður. Á sínu fyrsta stigi birtist hann þegar í yfirborðslegri uppgerðarhnýsni hótellfúnna um hagi gestsins, sem gefur honum tilefni til að spyrja: Blessaðar frúmar — ætli þeim líkaði þá betur ef ég gerði þær að trúnaðarvinum mínum? (Bls. 11) En fortíðin lætur æ meir að sér kveða, þótt leit skáldsins að henni í sjötta ljóði verði nokkuð endaslepp, er það verður að hrökklast við lítinn orðstír frá dyraspjöldum hússins við Lacépéde- götu þar sem hafa komið ný og torkennileg nöfn í stað hinna gömlu og kunnuglegu. Engu að síður tekst að skapa ákveðin tengsl við fortíðina í ljóðunum, og á þar mestan þátt persóna nokkur sem leidd er fram og nefnist því sérkennilega nafni Kort Kortsson og virðist vera einskonar tengiliður við hið liðna eða jafnvel annað og fyrra ég skáldsins, svonefnt alter ego. Það leyn- ir sér ekki af hæpnum skoðunum og glannaleg- um fullyrðingum, hvort heldur er um kvenfólk (sjálfar les Arlésiennes) eða um undirdjúp hafs- ins (sem freistandi er að tengja hér við undir- djúp hugans eða súrrealískan skáldskap) sem skáldið eignar téðum Kort að það vill halda honum í ijarlægð frá sér, nema þá kannski til að klappa honum á öxlina góðlátlega, eins og gert er í lokin. En þótt, eins og áður sagði, skáldið verði að hverfa á brott frá Lacépede-götu eftir að hafa farið þangað erindisleysu í leit að kunnuglegum nöfnum við dyrabjöllur, er það þó viss huggun að önnur skilti eru til óforgengilegri en nafn- skilti venjulegra borgara, þar sem eru skiltin á Operugötu 26, áletruð nafni skáldsins St-Johns Perse (réttu nafni Marie-René Alexis Saint-Lé- ger Léger) og stórhöfðingjans Grimaldis Re- cusse er lét byggja það á sautjándu öld. Hér ætti skáldið með réttu að falla í leiðslu andspænis þessum samræmis fulla fleti, þessum áletrunum þessari nafnadýrð (Bls. 15) en að það gerist ekki má að líkindum kenna þeirri tilhugsun þess að slík skilti og minnis- merki, hve óbrotgjörn sem þau kunna að vera, eru í hróplegu ósamræmi við skáldskapinn sjálfan, jafnt Perses sem annarra, sem er draum- kenndur í eðli sínu og beinist að hinu óáþreif- anlega. Svipað kemur fram í 9. kvæði þar sem minnst er annars skálds, Renés Char, sem af sveitungum sínum er séður eftir dauðann sem „ákaflega stórvaxinn“, í líkingu við „ás eða skógarhæð“, þótt hann hafi í lifanda lífi verið í ætt við vindinn og viljað sameinast honum: Vindinum sem leggur heilt ár að baki á hálfri nóttu. (Bls. 18) Þótt ofangreindar hugleiðingar um þá Perse og Char miði greinilega að því að varpa ljósi á muninn á lifandi skáldskap og þess sem úr honum er gert útávið og eftirá, þá leiða þær einnig til ákveðins uppgjörs hins norræna skálds við þessar suðrænu fyrirmyndir sínar frá TMM 1992:4 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.