Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.12.2014, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.12. 2014 Matur og drykkir ÍS L E N S K A /S IA .I S /N AT 61 88 5 11 /1 2 ...kemur með góða bragðið! Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir! Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr u.þ.b. 15 stk. 250 g ren rå marsipan 2-3 eggjahvítur 50 g ljóst súkkulaði ½ krukka dulce de leche Aðferð: Ofninn er hitaður í 180°C. Marsipanið er rifið á rifjárni og sett í skálina á hrærivél og hrært á litlum hraða. Eggjahvítunum er blandað út í jafnt og þétt á meðan hrært er, deigið á að vera mjúkt en ekki laust í sér. Það er sett í sprautupoka með meðalstórum stút og topp á stærð við valhnetu sprautað á pappírsklædda bök- unarplötu, með jöfnu millibili. Bak- að í 10-12 mín., eða þar til þær eru gylltar, kældar á grind. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og sett í sprautupoka með mjög litlum stút og drussað yfir kældar kökurnar, eða með gaffli, kælt. Þykku lagi af karamellukremi er smurt á botninn á einni köku og önnur lögð ofan á. Ég hef notað tilbúinn kransamassa til að gera kökurnar og það er í fínu lagi líka. Má frysta. Nýárs-kransakökusamlokur með dulce de leche 24 stk. 200 g kjúklingabringur eða filet, grófsaxaðar 150 g beikon, saxað 1 hvítlauksrif, marið 3 vorlaukar, saxaðir 2 msk. ferskt kóríander, saxað 1 chili, fræhreinsað og fínsaxað 1 msk. fiskisósa 1 egg 1 tsk. ferskt engifer, rifið 400 g frosið smjördeig 1 eggjarauða, þeytt 2 msk. sesamfræ, svört eða ljós til að dýfa í: sweet chili-sósa Aðferð: Ofninn er hitaður í 180°C. Kjúklingur, beikon, hvít- laukur, vorlaukur, kóríander, chili, fiskisósa, egg og engifer allt sett í matvinnsluvél og hakkað þar til það er lauslega blandað saman (ekki of mikið). Smjördeiginu er rúllað út, langsum í 100 kr. penings þykkt, á hveitistráð borð. Fylling- unni er skipt jafnt á deigplöturnar, jaðrarnir á langhliðunum eru penslaðir með vatni og deiginu rúllað þétt utan um fyllinguna. Lengjurnar eru penslaðar með þeyttri eggjarauðu og sesam- fræjum stráð yfir. Á þessu stigi er hægt að frysta rúllurnar. Þær eru svo skornar í 3 cm bita og bakaðar í 15 mín., eða þar til þær eru gyllt- ar og bakaðar í gegn. Bornar fram með sweet chili-sósu. Thai-kjúklinga-smjördeigsrúllur Morgunblaðið/Kristinn *Ætli það megi ekki segja að ég sé ansiilla haldin af mataráhuga. Flestallt semviðkemur mat vekur áhuga minn. Ef einhverjir eru í vandræðum með hvað skal bjóða upp á í gamlárspartý er hér úr mörgu að moða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.