Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 4
Gyrðir Elíasson Hannes Sigfússon Fyrir tæpum áratug kynntist ég Hannesi Sigfussyni fyrst persónulega, en var þá búinn að þekkja hann lengi af verkum hans. Um þetta leyti var hann nýfluttur upp á Akranes eftir aldarfjórðungs dvöl í Noregi. Einhvernveginn skildist mér á honum í fyrsta sinn sem við hittumst að hann teldi lífsstarfi sínu nánast lokið. Hann var orðinn einn og búinn að skrifa æviminningar sínar, og virtist þreyttur og vottaði fyrir áhugaleysi í augum hans. Annars greip það mann undir eins hvað hann var, einsog sagt var um annað og eldra skáld: „óvenjulega venjuleg manneskja." Hann var fullkom- lega blátt áfram, einlægur og tilgerðarlaus, reiðubúinn að gera að gamni sínu, en samt alvarlegur undir niðri. Það kom fljótt í ljós, að þótt öðrum þræði væri einsog hann vænti sér einskis frekar af lífinu, voru skoðanir hans ákveðnar, sannfæringin rík, og skáldskapurinn var honum heilagt mál. Hann taldi sig ekki trúmikinn, en bókmenntirnar höfðu lagt undir sig það svæði í huga hans sem trúin helgar sér oftlega í öðrum. Og jafnframt þessu var orðlistin í augum hans galdur, sem þurfti að leggja sig allan í til að ná fyrirhuguðum áhrifum. Þennan galdur, þessi trúarbrögð, hafði hann ástundað næstum að segja allt sitt líf. Hann var ekki nema unglingur þegar hann las eftir sig smásögu í útvarp, og upp frá því var braut hans mörkuð. í upphafi virðist hann ffemur hafa hugleitt að einbeita sér að óbundnu máli, ekki síst löngum skáldsögum, en það kom í hans hlut að eiga mikilvægan þátt í þeirri umbreytingu sem íslensk ljóðlist tók um miðja öldina, það voru jarðhræringar sem ollu slíkum usla í bókmenntalífi þjóðarinnar, að enn má greina eftirskjálfta. Þessi kyrrláti maður, sem ég kynntist þegar hann var orðinn hálfsjötugur, hafði semsagt verið byltingarmaður á yngri árum. Ljóðabálkur hans, Dymbilvaka, hafði sennilega svipuð áhrif hér heima og Eyðiland Eliots hafði haft á hinn enskumælandi heim tuttugu og sjö árum áður. Reyndar mátti finna ýmis- legan skyldleika með þessum ljóðabálkum, nema höfundur Dymbilvöku ólgaði af lífskrafti, var ekki undirlagður lífsþreytu einsog Eliot, þrátt fýrir nokkuð dimma sýn. En meistara Hannesar var efalítið að fmna í röðum íslenskra skálda; það var Steinn Steinarr. Þau áhrif snerta bæði listræn tök 2 TMM 1997:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.