Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 12
FRJÐRÍK RAFNSSON
Tilefni þess að nú er safnað saman í sérstakt þema um Nietzsche er ekkert.
Nema ef vera skyldi að á undanförnum árum hefur loks verið farið að
íslenska og gefa út bækur hans. Og auðvitað, að hann er fólki á öllum aldri
spennandi ráðgáta, ekki síst þeirri kynslóð sem er að vaxa úr grasi nú í aldarlok,
„89 kynslóðinni“ sem hefur litla trú á öllum þeim hugmyndafræðilegu
patentlausnum sem reyndar hafa verið á 20. öldinni.
í þeim fimm greinum sem mynda þetta þema varpa nokkrir af helstu
Nietzchefræðingum okkar ljósi á ýmsar hliðar heimspekingsins sem kvaddi
þennan heim þegar okkar öld gekk í garð, en er á allra vörum eins og berlega
sést með því að slá nafni hans inn á leitarvél á Alnetinu, því þá spretta upp
einar 13500 vísanir!
Meðal efnis um og eftir Nietzsche á ísleiísku
Nietzche: Handan góðs og ills (Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson þýddu. Hið
íslenska bókmenntafélag, 1994)
Nietzsche: Svo mælti Zaraþústra (Jón Árni Jónsson þýddi, Heimspekistofnun Háskóla Is-
lands, Háskólaútgáfan, 1996)
Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi". Magnús D. Baldursson og Sigríður
Þorgeirsdóttir þýddu. (Skírnir, 167,1993, bls. 15-33.)
Vilhjálmur Árnason: “Við rætur mannlegs siðferðis. - Siðagagnrýni og heilræði Friedrichs
Nietzsche (Skírnir 167, vor 1993, s. 49-54.)
Sigfús Daðason: Nietzsche - skýring Thomasar Manns (Birtist í 60. ára afmælisriti Kristins
E. Andréssonar).
10
TMM 1997:3