Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 15
EFTIRMYNDIR NIETZSCHES
öfgafullri einstaklingshyggju, úrvalshyggju, höfnun á samúð og náungakær-
leika og spartverskri ást á hörku. Hægur vandi er að ljá þessum viðhorfum
villimannlegt yfirbragð, ekki síst þegar þau eru leidd saman í einni persónu
á borð við Cady. En sú lífssýn sem Cady öðlaðist eftir að hafa lesið Nietzsche
(og Biblíuna!) verður ekki með góðu móti eignuð alvöru heimspekingi,
hvorki Nietzsche né öðrum. Þetta er einfaldlega ekki heimspekileg afstaða.
Engu að síður hafa ýmsir heimspekingar gert Nietzsche upp nákvæmlega
þessa afstöðu. í heimspekisögu sinni segir Bertrand Russell m.a.:
Hinn „göfugi“ maður [Nietzsches] - sem er enginn annar en Nietzs-
che sjálfur í eigin dagdraumum - er vera gersneydd samúð, miskunn-
arlaus, undirförul, grimm; vera sem hugsar eingöngu um aukin völd.3
Russell grípur iðulega til orðsins „ruthless“ þegar hann lýsir fyrirmyndar-
einstaklingi Nietzsches en „ruth“ er einmitt gamalt enskt orð yfir samúð eða
meðaumkun: Fyrirmyndareinstaklingur Nietzsches verður sá sem skortir
alla samúð og kemur fram við náungann af takmarkalausri grimmd. Russell
eyðir miklu púðri í að skýra hvernig gáfumaður á borð við Nietzsche geti
mælt svo kaldgeðja afstöðu til meðbræðranna bót. Svarið finnur Russell í
þeirri úrvalshyggju (elítisma) sem hann eignar Nietzsche, en samkvæmt
henni skipta aðeins þeir bestu máli; úrvalið má gera hvað sem því sýnist við
fjöldann. Russell lendir að vísu í basli með að bera kennsl á hverjir eru bestir
(öflugastir) samkvæmt Nietzsche og vísar ýmist á kapitalistana, sem arðræna
verkamennina, lénsherrana, sem blóðmjólka kotbændurna eins og kvikfé
eða hershöfðingjana sem senda dáta sína miskunnarlaust út í opinn dauð-
ann. Russell ratar í jafnvel meiri ógöngur þegar hann reynir að útskýra hvers
vegna kapitalistar, lénsherrar og hershöfðingjar hljóti að vera grimmir og
gersneyddir samúð, eða hví slíkir herramenn geti ekki viðurkennt skyldur
sínar við undirmenn og aðra. Russell virðist t.d. horfa framhjá hinu alda-
gamla noblesse oblige og áttar sig raunar ekki heldur á því að arðræninginn
getur aukið nytina úr kúm sínum með því að hugsa vél um þær. Það hvarflar
ekki að Russell að gagnrýni Nietzsches á samúðina kunni að vera borin uppi
af mannúð.
Nú eru fræðimenn nokkuð sammála um að Nietzsche verði ekki eignuð
sú villimannlega afstaða sem Cady og Russell þóttust sjá í verkum hans, og
Friðrik J. Bergmann óttaðist svo mjög. Orðspor Nietzsches heldur hins vegar
áffam að stýra því hvernig menn lesa og skrifa um verk Nietzsches. Raunar
svo mjög að off er freistandi að setja nafn Nietzsches í gæsalappir þegar vikið
er að umræðu um „Nietzsche“. Sú tilfmning að Nietzsche sé hættulegur
heimspekingur, að það sé þverbrestur í hugsun hans, hefur ekki dofnað,
hvorki hjá almenningi né ýmsum fræðimönnum.
TMM 1997:3
13