Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 19
EFTIRMYNDIR NIETZSCHES
kistu sem geymir lík hins myrta. Af skiljanlegum ástæðum verður nokkur
dráttur á að Róbert mæti til hófsins og meðan beðið er eiga sér stað
eftirfarandi orðskipti milli Brandons og Franks, föður hins myrta, sem á
þessu augnabliki er grunlaus um örlög sonar síns:
Brandon: Hinir fáu eru afburðamennirnir, sem hafa þvílíka vitsmuna-
lega og menningarlega yfirburði að þeir eru ekki bundnir af hefð-
bundnum siðferðilegutn hugtökum; gott og illt, rétt og rangt eru
hugtök sem búin voru til handa hversdagsþrælunum, meðalmönn-
unum, undirmálsmönnunum sem þurftu á þeim að halda.
Franh Þá ert þú augljóslega sammála Nietzsche og kenningu hans
um ofurmennið.
Brandon: Já, það er ég.
Reipið hefst á því að birtu er hleypt inn í stofuherbergið þar sem Brandon
ffamdi glæpinn, ásamt félaga sínum Rupert. Brandon harmar mjög að hafa
ekki framið morðið undir berum himni fyrir allra augum. Hann er stoltur
af ódæði sínu, lítur á það sem listaverk, sönnun þess að hann sé skapandi
listamaður. „Morðið,“ segir hann, „er fullkomlega mitt eigið verk“. Rupert
er hins vegar kominn með bullandi samviskubit og vill óðara slökleva ljósið
aftur; í dagsbirtunni rennur upp fyrir honum að þetta er myrkraverk.
Ófáir túlkendur Nietzsches vita að hann ræðir sitt eigið siðferði sem eina
tegund æðra siðferðis. Engu að síður vara þeir við „siðferði" Nietzsches því
þeir álíta að þegar öllu er til skila haldið sé þetta ekkert eiginlegt siðferði,
heldur einhvers konar fagurffæðilegur lífsmáti. Philippa Foot er einn þeirra
siðfræðinga sem hreyft hefúr þessari mótbáru við Nietzsche og hafa tilfært
nokkra staði í ritum hans máli sínu til staðfestingar:
„Dygðin verður að vera okkar eigin uppgötvun, persónulegasta vörn
og nauðsyn okkar. að öðrum kosti er [hún] beinlínis hættuleg”.17 Og
einnig: ,,„Gott“ er ekki lengur gott þegar granni manns tekur sér það
í munn“. Nietzsche telur því að gildi tilheyri aðeins persónum sem
hafa skapað sína eigin skaphöfn á þann veg sem ekki verður þvingað
upp á aðra; og það er hér sem áhersla hans færist augljóslega af
siðferðilegum gildum yfir á fagurfræðileg gildi. . . . Það er ekki að
ástæðulausu sem hann segir á einum stað: „Við viljum verða Ijóðskáld
okkar eigin lífs“.18
Alexander Nehamas hefúr skrifað áhrifamikla bók um heimspeki Nietzsches
sem nefnist Nietzsche: Life as Literature (Lífsem skáldskapur). Þar skýrir hann
hvers vegna áherslubreyting sú sem Foot gerir að umtalsefni sé áhyggjuefni:
Sá einstaklingur sem Nietzsche dáir, hinn fúllkomlega heilsteypti
einstaklingur, kann að vekja siðferðilegan viðbjóð .. . sú ónotalega
tilfinning situr eftir að einhver gæti tileinkað sér hið góða líf Nietzs-
TMM 1997:3
17