Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 23
EFTIRMYNDIR NIETZSCHES
/ ert fólgið í mínu blóði, ég orðinn þú: / laufgræn harpa í höndum myrkurs
og birtu“.
Eitt af því sem gerir lýsingar Nietzsches á ljóðskáldinu áhrifamiklar er að
þær eru í vissum skilningi stílaðar beint til lesandans, gera kröfur til hans.
Nietzsche telur að allir menn geti verið ljóðskáld í eigin lífi. I upphafi
bókarinnar Hin hýru vísindi, sem er um ljóðskáld eigin lífs, skrifar hann:
„Einhver kjánaskapur sannfærir mig sífellt um að sérhver manneskja hafi
þessa tilfinningu sem manneskja'1.28 Tilfinningin sem hér um ræðir er
skömm á þeim sem lifa í ósamstæðu samræmi hlutanna - hinni ríkulegu
tvíræðni tilvistarinnar - án þess að spyrja, skömm á þeim sem ekki eru
ljóðskáld eigin lífs.
Nietzsche skilur mæta vel hversu hæpið það er að lofa ljóðskáldið í því
augnamiði að vegsama líf í nú-inu og hversdagslífinu, það sem er smæst og
næst. Slíkt kann einfaldlega að hafa þveröfug áhrif: lesandinn hættir að rækta
sitt eigið hversdagslega líf; honum finnst það fátæklegt samanborið við líf
hins mikla Goethes, Heines eða Emersons. Það er því ekki síður mikilvægt
fyrir Nietzsche að gagnrýna og fjarlægjast skáldin en lofa þau og mæra.
Ekkert er íjær Nietzsche en siðblind ást á listamönnum.
Siðlaus sjálfssköpun
Ofangreind athugasemd Foots hófst á tilvitnunum í Nietzsche sem er ekki
síður vert að staldra við en þá tilvitnun sem hún nefnir í lokin. Þar segir
Nietzsche m.a. að dygðin verði „að vera okkar eigin uppgötvun, persónuleg-
asta vörn og nauðsyn okkar. að öðrum kosti er hún beinlínis hættuleg“. Foot
telur að dygð sem er svo persónuleg - í reynd uppgötvun einstaklingsins -
sé tæpast réttnefnd dygð. Eiginleg dygð sé eitthvað sem hægt sé að hvetja
alla menn til að leggja rækt við. Nietzsche sé því í reynd ekki að ræða um
dygðir.
Þótt Nietzsche ræði vissulega um dygðir og lesti undir öðrum formerkjum
en siðfræðingar almennt er nauðsynlegt að huga að ýmsu áður en fallist er
á niðurstöður Foots. Rétt er t.d. að veita því athygli að í tilvitnuninni sem
Foot tilgreinir ræðir Nietzsche ekki eingöngu um dygðina sem persónulega
uppgötvun heldur einnig sem persónulega nauðsyn. Orðið „nauðsyn“ dreg-
ur úr þeim gerræðis- og duttlungablæ sem setningin kynni annars að hafa.
Og þessi tilvísun á nauðsyn er engin tilviljun. í formála að Sifjafrœði siðferðis-
ins ræðir Nietzsche t.d. um þróun sinna eigin hugmynda:
Hugmyndir okkar [heimspekinganna], gildin okkar, já-in okkar og
nei-in ... verða að spretta upp af okkur sjálfum af sömu nauðsyn og
TMM 1997:3
21