Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 30
KRISTJÁN ÁRNASON
Tengsl Nietzsches við heimspekina sem sérstaka fræðigrein eru því frá
upphafi nokkuð losaraleg, en það getur ekki síður talist styrkur hans en
veikleiki, því hann er fyrir vikið minna flæktur í þær steingeldu og óffjóu
rökræður um þekkingarfræði og aðferðafræði sem löngum hafa sett svip
sinn á akademíska umræðu og getur gefið hugsun sinni þeim mun lausari
tauminn. Auk þess má segja að sú grein sem hann stundaði, hin klassíska
fornfræði, hafi verið honum sjónarhóll sem gerði honum kleift að skoða
samtíð sína og vanda hennar líkt og utanfrá og verða henni þannig sá óvægni
greinandi og dómari sem hann var.
En í þeirri fræðigrein sem hann gerði að sinni, hinni klassísku fornfræði,
átti hann þó ekki heima nema að takmörkuðu leyti, enda má segja að ferill
hans sem ffæðimanns og háskólakennara í þeirri grein hafi verið með
nokkrum eindæmum. Fáir hafa hafið feril sinn með jafn miklum glæsibrag
og hann og fáir lokið honum með jafn litlum, því hann hafði orðið prófessor
við háskólann í Basel tuttugu og fimm ára gamall án þess að hafa lokið prófi
og það fyrir atbeina kennara síns Ritschls sem hafði komið auga á óvenju-
legar gáfur hans án þess kannski að átta sig nógu vel á því hvar þær
raunverulega lágu og því talið hann meira efni í fræðimann og kennara en
raunin varð. Því er yfir lauk, eftir tíu ára slitróttan kennsluferil, þegar
Nietzsche varð að láta af prófessorsstöðu sinni sakir heilsuleysis er vaxið
hafði jafht og þétt, var svo komið að stúdentar voru farnir að sniðganga
háskólann í Basel í fræðigrein hans, að sögn varaðir við honum af kennurum
við aðra háskóla.
Ástæða þess voru einkum ffæðiskrif Nietzsches í fyrstu bók hans sem
fjallaði um uppruna harmleiksins gríska, en þau skrif féllu síður en svo í
kramið og hlutu hraklega dóma, þannig að Nietzsche var þar með dæmdur
úr leik og útlægur ger úr samfélagi fæðimanna um klassísk efni og átti ekki
þangað affurkvæmt. Svo hlaut að fara, því téð rit sprengir þann ramma sem
akademískum fræðiritum eru mörkuð, og höfundur tekur í því kannski
fullmikið mið af þeim viðhorfum sínum er hann lét í ljós annars staðar að
sögulegt fræðagrúsk hefði aðeins gildi að svo miklu leyti sem það gæti orðið
innlegg í baráttu líðandi stundar. En snemmbær starfslokasamningur Ni-
etzsches varð til góðs að því leyti að hann gat snúið sér af alefli og óskiptur
að því sem hugur hans stóð til og skrifað líkt og í striklotu á þeim áratug er
hann hélt andlegri heilsu þau mörgu verk, prýdd skáldlegum og ögrandi
nöfnum á borð við Afturelding, Hin kátu vísindi, Handan góðs og ills, Skurð-
goðarökkur, Andkristur eða Ecce homo og þar fram eftir götunum, sem halda
nafni hans á lofti, innblásin verk þar sem allri smásmygli og fræðahygli er
gefið langt nef. Trúlega er það einmitt þess vegna sem þau orka svo fersk og
lifandi enn í dag, þótt verk gagnrýnenda hans og fyrrum kollega, sem voru
28
TMM 1997:3